fbpx
Laugardagur 30.maí 2020
Fréttir

Dularfulla glasamálið loksins leyst – DV birtir einkaviðtal við listamanninn

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 22. september 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarna mánuði og ár hafa fjölmiðlar greint frá dularfullum glösum á gatnamótum Bústaðavegar og Grensásvegar. Margar kenningar voru á kreiki um glösin, en sumir hafa haldið að þau væru skilaboð úr undirheimum Reykjavíkur varðandi fíkniefnasmygl. Þær kenningar virðast þó einungis ver getgátur og ekki byggja á neinum sannleik.

Listamaður, sem neitar að koma fram undir nafni, og karakter hans, Léttfeti, lýsa á hendur sér ábyrgð á þessum dularfullu glösum, sem eru hluti af gjörningi. Þetta kemur fram í viðtali blaðamanns við listamann þennan.

Listamaðurinn segir gjörninginn heita Smellingaldur og fullyrðir að hann hafi nú staðið yfir í tuttugu ár, þótt hann sé bara rétt að byrja.

„Þetta tengist ekkert fíkniefnum eða neinu svoleiðis.“

Hefur ekkert að gera með fíkniefnasmygl

Karakterinn Léttfeti er þó frumkvöðullinn og innblásturinn að verkinu. „Léttfeti er karakter sem hefur gaman af því að lifa, hefur gaman að litum, hefur gaman að lífinu og er glaður í hjarta sér.

Þetta tengist ekkert fíkniefnum eða neinu svoleiðis,“ segir listamaðurinn og bætir við að gjörningurinn snúist um gleði og öryggi og hann hafi enga illa merkingu. „Hugmyndin kom bara allt í einu. Ég var bara að spreyja bolla úti og fór með hann upp eftir, þá byrjaði þetta.“

Glösunum er komið fyrir á tveimur stöðum, á Bústaðavegi við Borgarspítalann og svo á gatnamótum Grensásvegar og Bústaðavegar. Glösin eru í mörgum mismunandi neonlitum, en þeim er raðað eftir vikudögum, þó að stundum leyfi hann glösunum að vera lengur.

Það eru þó ekki bara glös sem listamaðurinn kemur fyrir heldur er stundum um að ræða bolla, en listamaðurinn er með nákvæmt kerfi yfir það hvernig glas eða bolli kemur á hvaða árstíma „Ég er ekki með neina tölu á því hvað þetta hafa verið mörg glös, dettur engin tala í hug,“

Finnst öryggi sínu ógnað

Listamaðurinn elskar neonliti.

Upp á síðkastið hefur það reglulega komið fyrir að fólk taki glösin í burtu, þetta sárnar listamanninum sem segist ekki skilja hví fólk taki glösin, En þegar fólk fjarlægir glös þá finnst honum öryggi sínu ógnað. „Þessi gjörningur er ég og túlkun á mér, því eins og ég segi þá snýst hann um öryggi.“

Listamaðurinn segist alltaf hafa haft ánægju af neonlitum. Honum finnst þeir fanga athygli á annan hátt en aðrir litir, listamaðurinn fullyrðir nefnilega að hann eigi stærsta neonlitasafn á Íslandi. „Neonlitir hafa alltaf kveikt í mér, þeir fanga alltaf athyglina, þá sérstaklega bleikur.“

Ef að einhver vill hafa samband við listamannin þá má skila inn umslagi merkt Bingó til DV.

Þetta merkja litir glasanna:

Mánudagur – Gulur

Þriðjudagur – Appelsínugulur

Miðvikudagur – Grænn

Fimmtudagur – Bleikur

Föstudagur – Blár

Laugardagur – Gulllitaður

Sunnudagur – Hvítur

Þau snúast víst um öryggi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári reiður út í Svandísi: „Afskaplega hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“

Kári reiður út í Svandísi: „Afskaplega hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Víðir er látinn

Guðmundur Víðir er látinn