Laugardagur 22.febrúar 2020
Fréttir

Íslensk kona með tæplega hálft kíló af kókaíni í nærfötum sínum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 20. september 2019 14:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 16. september síðast liðinn barst Lögreglustjóranum á Suðurnesjum tilkynning frá Tollgæslunni á Flugstöð Leifs Eiríkssonar um farþega sem væri grunaður um að hafa fíkniefni meðferðis.

Um var að ræða konu sem viðurkenndi við tollgæslu að hafa 50 pakkningar af ætluðum fíkniefnum sem hún hafði falið í nærfötum sínum og í smellupoka. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins er konan íslensk.

Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar sem staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms.

Lögregla óskaði eftir gæsluvarðhaldi þar sem rannsókn væri skammt á veg komin og líklegt talið að konan myndi torvelda rannsókn, eyðileggja eða koma undan sönnunargögnum.

Heildarþyngd fíkniefnanna voru 401,24 grömm af kókaíni og tæplega hálft gramm af amfetamíni.

Var konunni gert að sæta gæsluvarðhaldi til þriðjudagsins 24. september og skal hún sæta einangrun á meðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Íslenskri stúlku nauðgað á Krít: „Ég vil að þeir fari í fangelsi“ – Bar kennsl á þá með „tár í augum“

Íslenskri stúlku nauðgað á Krít: „Ég vil að þeir fari í fangelsi“ – Bar kennsl á þá með „tár í augum“
Fréttir
Í gær

Lögreglu tilkynnt um hávaða í miðborginni – Í ljós kom að heimafæðing var í gangi

Lögreglu tilkynnt um hávaða í miðborginni – Í ljós kom að heimafæðing var í gangi
Fréttir
Í gær

ESB flytur íslenska fjölskyldu aftur til Íslands vegna kórónuveirunnar – Fjölskyldan hefur dvalið í Wuhan-borg

ESB flytur íslenska fjölskyldu aftur til Íslands vegna kórónuveirunnar – Fjölskyldan hefur dvalið í Wuhan-borg
Fréttir
Í gær

Martröð Arngríms í Namibíu – Óttaðist að hljóta sömu örlög og samfanginn

Martröð Arngríms í Namibíu – Óttaðist að hljóta sömu örlög og samfanginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bolli sakar Dag um hroka: Segir að stöðva verði árásirnar áður en miðbærinn deyr endanlega

Bolli sakar Dag um hroka: Segir að stöðva verði árásirnar áður en miðbærinn deyr endanlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

17 ára piltur handtekinn eftir fíflagang við skólaball í gærkvöldi

17 ára piltur handtekinn eftir fíflagang við skólaball í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Útlendingastofnunar segir stofnunina breiða út faðminn gagnvart fólki í viðkvæmri stöðu – En bara „ef það telst ástæða til þess“

Forstjóri Útlendingastofnunar segir stofnunina breiða út faðminn gagnvart fólki í viðkvæmri stöðu – En bara „ef það telst ástæða til þess“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Davíð telur rétt að setja streymisveitum skilyrði til að verja tunguna og menningararfinn

Davíð telur rétt að setja streymisveitum skilyrði til að verja tunguna og menningararfinn