fbpx
Laugardagur 30.maí 2020
Fréttir

Helgi Hrafn hjólar í Sigmund: „Hann velur alltaf þægilegu, einföldu og óábyrgu leiðina til að afla sjálfum sér vinsælda“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 20. september 2019 16:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gefur lítið fyrir fullyrðingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Miðflokks, um að umræðan um loftslagsbreytingar feli í sér hræðsluáróður.  Sakar hann Sigmund um vinsældaútspil og kallar popúlisma sem ali á ótta almennings.

Helgi ritaði færslu á Facebook þar sem hann fer hörðum orðum um Sigmund og sakar hann um að snúa út úr raunverulegum aðstæðum í heiminum til að afla sér vinsælda meðal flokksmanna.

„Málflutningur Sigmundar Davíðs snýst ekkert um vísindi eða staðreyndir, heldur um hvað kjósendur hans vilja heyra. Þeir vilja heyra að það sé engin þörf á að draga úr neins konar iðnaði eða á því að leggja á neins konar græna skatta. Og þá segir Sigmundur Davíð það. Flóknara er það ekki.“

Helgi segir Sigmund alltaf haga málflutningi sínum á þann veg að það afli honum aukinna vinsælda. Hins vegar láti hann öðrum eftir að berjast fyrir þeim málum sem virkulega skipta samfélagið máli.

„Þannig velur hann alltaf þægilegu, einföldu og óábyrgu leiðina til að afla sjálfum sér vinsælda og lætur aðra um að berjast fyrir hlutum sem eru óhjákvæmilega sársaukafullir, eins og aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Þess vegna fer hann í taugarnar á fólki. Það er hvernig hann upphefur sjálfan sig með rökleysu á kostnað fólks sem er raunverulega að reyna að leysa vandamálin (eða í það minnsta að þykjast reyna að leysa hann, sem maður hefði haldið að væri hið pólitíska lágmark).“

Helgi segir Sigmund með þessum hætti stilla upp andstæðingum sínum sem : „einhvers konar veruleikafirrtri elítu sem skilji ekki hvernig heimurinn virki „í raun og veru“, en sjálfum sér sem hvíta riddaranum sem ætlar hetjulega að vernda almúgann með skynsemi og hugrekki að vopni. Það er alltaf sama formúlan hjá honum, hún bara virkar misvel.“

Með þessari aðferð sé hann kominn með 10-15 prósent atkvæða í eins konar áskrift hjá kjósendum með því að spila með almenning þegar kemur að málefnum sem vekja ótta. Þessi aðferð sé þekkt undir nafninu popúlismi og miði að því að spila með fólk þegar því líði illa eða finni fyrir hræðslu.

„Og þá þarf það hetju og skúrk, og hetjan er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og skúrkurinn er eitthvert leyniafl sem vill klekkja sér á honum, væntanlega George Soros eða Skeletor.“

Fyrir vikið uppskeri hetjan, í þessu tilviki Sigmundur, mótlæti frá öðrum en það mótmæli staðfesti stöðu hans sem hetju, hugrekki hans og kjark. „Frekar en að hugsanlega… já, bara hugsanlega… sé frelsishetjan svo huglaus og óábyrg, og svo augljóslega meðvituð um það, að hún gangi fram af öllum sem yfirhöfuð eru að reyna að áorka nokkurn skapaðan hlut í pólitík, hvort sem litið er til hægri eða vinstri.

Kannski! „Er bara að spyrja spurninga!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

2,5 milljón króna verðlaun í stærsta hakkaþoni Íslandssögunnar

2,5 milljón króna verðlaun í stærsta hakkaþoni Íslandssögunnar
Fréttir
Í gær

Wei Li var með ófalsaða mynt

Wei Li var með ófalsaða mynt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hótel Saga bregst við aðstæðum: Hyggjast bjóða háskólanemum að leigja herbergi

Hótel Saga bregst við aðstæðum: Hyggjast bjóða háskólanemum að leigja herbergi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingimar ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti – Hefur sett tvær starfsmannaleigur á hausinn

Ingimar ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti – Hefur sett tvær starfsmannaleigur á hausinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neyðarlínan kölluð á teppið – „Almenningur á skilið að það sé hlustað og brugðist við“

Neyðarlínan kölluð á teppið – „Almenningur á skilið að það sé hlustað og brugðist við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti í netheimum eftir Kastljóssviðtalið við Kára

Allt á suðupunkti í netheimum eftir Kastljóssviðtalið við Kára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári reiður út í Svandísi: „Afskaplega hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“

Kári reiður út í Svandísi: „Afskaplega hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Meintur barnaníðingur liðlega tvítugur – Níðingar á öllum aldri segir sérfræðingur

Meintur barnaníðingur liðlega tvítugur – Níðingar á öllum aldri segir sérfræðingur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýtt smit á Íslandi

Nýtt smit á Íslandi