Laugardagur 22.febrúar 2020
Fréttir

Meiðyrðamál Manna í vinnu ehf tekin fyrir hjá dómi – Eiríkur Jónsson baðst afsökunar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. september 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun verða tekin fyrir meiðyrðamál sem Jóhannes S. Ólafsson, lögmaður starfsmannaleigunnar Manna í vinnu ehf., höfðaði gegn Maríu Lóu Friðjónsdóttur, sérfræðingi í vinnustaðaeftirliti ASÍ, og Unni Sveinsdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar, vegna ummæla sem þær létu falla. Ummælin féllu í miklu fjölmiðlafári í febrúar eftir að fulltrúar ASÍ og lögreglunnar könnuðu aðstæður rúmenskra starfsmanna Manna í vinnu ehf.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Starfsemi Mann í vinnu ehf. hafði verið í sviðsljósinu eftir ítarlega umfjöllun um hana og meðferð hennar á starfsfólki í fréttaskýringaþáttunum Kveik og Kastljósi.

Fréttablaðið hefur eftir Jóhannesi að ásakanir sem voru settar fram um að Rúmenarnir hefðu verið grátt leiknir af starfsmannaleigunni hafi verið úr lausu lofti gripnar, það sýni öll gögn málsins.

„Þessi aftaka á fyrirtækinu í fjölmiðlum er sennilega einsdæmi hérlendis og því er það mat mitt og skjólstæðinga minna að það verði að fá úr því skorið hvort slík aðför líðist. Það er ljóst að öðru málinu verður vísað frá en við munum halda hinu til streitu.“

Er haft eftir Jóhannesi. Þar á hann við að dómari málsins krafðist 1,2 milljóna króna málskostnaðartryggingar fyrir hvort mál. Ákveðið hafi verið að leggja þá tryggingu fram í málinu gegn Maríu Lóu en ekki gegn Unni og verði því málið því vísað frá dómi á morgun. Hann sagði að ljóst sé að fjárhagsstaða Manna í vinnu ehf. hafi verið mjög slæm eftir að málið kom upp og hafi fótunum verið kippt undan rekstri fyrirtækisins.

„Það er að okkar mati brýnt réttlætismál að fá úr því skorið hvort svona aðför gegn fyrirtækjum líðist í íslensku samfélagi.“

Er haft eftir honum.

Jóhannes sendi fjölmörgum bréf og krafðist afsökunarbeiðni og miskabóta vegna meiðandi ummæla. Meðal þeirra sem fengu slík bréf voru Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Drífa Snædal, forseti ASÍ og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.  Auk þess var slíkt bréf sent til forsvarsmanna Sýnar hf. og Eiríks Jónssonar fjölmiðlamanns sem baðst afsökunar að sögn Jóhannesar og var sá eini sem það gerði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Íslenskri stúlku nauðgað á Krít: „Ég vil að þeir fari í fangelsi“ – Bar kennsl á þá með „tár í augum“

Íslenskri stúlku nauðgað á Krít: „Ég vil að þeir fari í fangelsi“ – Bar kennsl á þá með „tár í augum“
Fréttir
Í gær

Lögreglu tilkynnt um hávaða í miðborginni – Í ljós kom að heimafæðing var í gangi

Lögreglu tilkynnt um hávaða í miðborginni – Í ljós kom að heimafæðing var í gangi
Fréttir
Í gær

ESB flytur íslenska fjölskyldu aftur til Íslands vegna kórónuveirunnar – Fjölskyldan hefur dvalið í Wuhan-borg

ESB flytur íslenska fjölskyldu aftur til Íslands vegna kórónuveirunnar – Fjölskyldan hefur dvalið í Wuhan-borg
Fréttir
Í gær

Martröð Arngríms í Namibíu – Óttaðist að hljóta sömu örlög og samfanginn

Martröð Arngríms í Namibíu – Óttaðist að hljóta sömu örlög og samfanginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bolli sakar Dag um hroka: Segir að stöðva verði árásirnar áður en miðbærinn deyr endanlega

Bolli sakar Dag um hroka: Segir að stöðva verði árásirnar áður en miðbærinn deyr endanlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

17 ára piltur handtekinn eftir fíflagang við skólaball í gærkvöldi

17 ára piltur handtekinn eftir fíflagang við skólaball í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Útlendingastofnunar segir stofnunina breiða út faðminn gagnvart fólki í viðkvæmri stöðu – En bara „ef það telst ástæða til þess“

Forstjóri Útlendingastofnunar segir stofnunina breiða út faðminn gagnvart fólki í viðkvæmri stöðu – En bara „ef það telst ástæða til þess“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Davíð telur rétt að setja streymisveitum skilyrði til að verja tunguna og menningararfinn

Davíð telur rétt að setja streymisveitum skilyrði til að verja tunguna og menningararfinn