Laugardagur 22.febrúar 2020
Fréttir

Edda lýsir kvenfyrirlitningu í sundhöllinni – Konunum vísað út

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 19. september 2019 13:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Ólafsdóttir skrifaði pistil sem birtist í Morgunblaðinu en pistillinn fjallar um það misrétti sem ríkir í Sundhöll Reykjavíkur.

„Karl­ar verða send­ir í kvenna­klef­ann í Sund­höll Reykja­vík­ur. Loka þurfti karla­klefa vegna viðhalds. Fasta­gest­um brugðið.“ Þetta er fyrir­sögn á grein sem birt­ist í Morg­un­blaðinu 13. apríl sl.

Svona hefst pistillinn hennar Eddu en hæun hefur verið tíður gestur Sundhallarinnar í 82 ár. Edda segir forstöðumanninn hafa leyft körlunum að nota kvennaklefann meðan á viðhaldi stóð í karlaklefanum.

„Enn­frem­ur er tekið fram í grein­inni að ekki standi til að hrófla á neinn hátt við klef­un­um sem eru mörg­um kær­ir. Hvers vegna gátu karl­arn­ir fengið kvenna­klef­ana? Voru þeir ekki ónot­hæf­ir vegna mik­illa skemmda? Svo hef­ur kon­um verið sagt. En ekki þótti við hæfi að vísa körl­um, í nokkra daga, í úti­klefa meðan á viðhaldi karla­klefa stóð. Sem var aðeins þrif. En ráðamönn­um Sund­hall­ar þótti við hæfi að „henda“ kon­um út úr Sund­höll­inni svo orð for­stöðumanns sé notað. Ef orðið „fé­lag­ar“ vís­ar til fasta­gesta karla þá eru kon­ur einnig fasta­gest­ir í Sund­höll­inni og klefarn­ir þeirra voru þeim líka kær­ir.“

Edda rifjar það upp þegar Sundhöllin var opnuð aftur eftir lokun vegna byggingar útilaugar en þá var árlegu viðhaldi karlaklefa lokið og gátu þeir þá gengið að klefum sínum.

„En Sund­hall­ar­kon­um var mjög brugðið þegar þeim var vísað út úr Sund­höll­inni og í ný­bygg­ingu, út­hýsi, sunn­an við úti­laug­ina. Þar eru kvennaklef­ar sem hvorki eru að neinu leyti sam­bæri­leg­ir við kvenna­klef­ana í Sund­höll­inni, né stand­ast þær kröf­ur sem gera má til bún­ings- og baðklefa á nýj­um sundstað. Var kon­um sagt að kvenna­klef­ar í Sund­höll­inni hefðu skemmst mikið við bygg­ingu úti­laug­ar og væru ónot­hæf­ir. Hluti af þeim var eyðilagður vegna breyt­inga. Ekki nóg með að kon­um séu vísað út í ný­bygg­ing­una held­ur verða þær að ganga þaðan langa leið ut­an­dyra til að kom­ast inn í Sund­höll­ina. Þetta fyr­ir­komu­lag var viðun­andi um tíma meðan á viðgerð kvenna­klefa stæði en sá tími er löngu liðinn. Eng­in viðleitni virðist hafa verið sýnd (svo grein­ar­höf­und­ur viti) til að gera við þá og fjár­skorti borið við. Karl­ar virðast njóta al­gjörra for­rétt­inda í Sundhöll­inni.“

Hvorki metnaður né vilji til verksins

Þá vitnar Edda í grein sem birtist í Morgunblaðinu í desember árið 2018 en þar var sagt að samkvæmt fjárhagsáætlun Reykja­vík­ur­borg­ar sé gert ráð fyr­ir að borg­in skili af­gangi sem nemi um 3,6 millj­örðum króna á ár­inu 2019 sem meðal annars yrðu notaðir í mikla upp­bygg­ingu innviða.

„Þessi góði ár­ang­ur í rekstri borg­ar­inn­ar er áréttaður í grein í Morg­un­blaðinu 8. maí sl. (Seg­ir borg­ar­stjórn…). Þar eru m.a. tal­in upp metnaðarfull verk borg­ar­stjórn­ar – t.d. að áhersla hafi verið lögð á góða innviði, framúrsk­ar­andi þjón­ustu og fjár­fest hafi verið í íþrótta­mann­virkj­um. – Hafi fjár­skort­ur hindrað viðgerð á kvenna­klef­um Sund­hall­ar­inn­ar ætti þeirri hindr­un nú að vera rutt úr vegi, en af ein­hverj­um ástæðum hafa ráðamenn hvorki metnað né vilja til verks­ins.“

Edda vitnar því næst í ummæli forstöðumannsins úr fyrrnefndri grein en þar sagði hann að ekki mætti gera neitt í þessu húsi, það verði allt að vera eins og það hefur verið.

„En því miður er ekki allt eins og það var. Sund­höll Reykja­vík­ur er, eða var, friðuð og er ein fárra bygg­inga sem Reykja­vík get­ur státað af. Klass­ík að utan sem inn­an. Enda var bygg­ing­in nefnd „höll“. Það er með ólík­ind­um að innviðum þess­ar­ar glæsi­legu bygg­ing­ar hafi að þarf­lausu verið breytt svo kalla má skemmd­ar­verk. Þeir sem stóðu að bygg­ingu úti­laug­ar­inn­ar og breyt­ing­um á innviðum Sund­hall­ar­inn­ar hafa ekki borið virðingu fyr­ir verki Guðjóns Samú­els­son­ar arki­tekts, ekki borið skyn­bragð á sér­stöðu Sund­hall­ar­inn­ar sem sundstaðar, glæsi­leik henn­ar sem bygg­ing­ar og gildi henn­ar sem menn­ing­ar­verðmæt­is. Sund­höll Reykja­vík­ur átti að varðveita í sinni upp­runa­legu mynd. Hún er barn síns tíma og átti að fá að vera það, hún ber vitni um stór­hug og metnað þeirra sem reistu hana á erfiðum tím­um. Gildi henn­ar sem frá­bærs sundstaðar hef­ur ekki rénað. Hafi þótt nauðsyn­legt að byggja úti­laug á þess­um litla, auða bletti, sunn­an við Sund­höll­ina hefði þurft að haga verki á ann­an hátt.“

Edda segir konur í borgarstjórn, íþrótta- og tóm­stunda­sviði og á Jafn­rétt­is­stofu bera skyldu til að sinna eftirliti með framkvæmd jafnréttislaga og Kven­rétt­inda­fé­lag­inu (sem skv. grein í Morg­un­blaðinu 7. fe­brú­ar sl. fékk 10 millj­ón­ir til m.a. „að tak­ast á við kynja­kerfið“). Aðrir gæslu­menn jafnrétt­is kynja í borg­inni eiga þá að sjá til þess að þeim konum sem sækja Sund­höll­ina sé ekki sýnd sú óvirðing að ætla þeim miklu verri aðstöðu held­ur en körl­um.

„Jafn­rétti kynj­anna felst ekki ein­göngu í því að kon­ur fái til jafns við karla hæst launuðu embætt­in held­ur á jafn­rétti að ríkja á öll­um sviðum, einnig í hvers­dags­leik­an­um, í hinu lága sem hinu háa.“

Hún segir misréttið sem konum er sýnt jaðra við kvenfyrirlitningu.

„Það kem­ur úr hörðustu átt að borg­ar­yf­ir­völd og ráðamenn Sund­hall­ar, en þeim er skylt að fram­fylgja jafn­rétt­is­lög­um, skuli sýna konum sem sækja Sund­höll­ina mis­rétti sem jaðrar við kven­fyr­ir­litn­ingu. Sú aðstaða sem Sund­hall­ar­kon­um er ætluð er al­ger­lega óhæf. Gera þarf við kvennaklef­ana sem fyrst svo kon­ur fái þá aðstöðu í Sund­höll­inni sem þeim var frá upp­hafi ætluð. Annað væri kyn­bundið mis­rétti og er ólíðandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Lögreglu tilkynnt um hávaða í miðborginni – Í ljós kom að heimafæðing var í gangi

Lögreglu tilkynnt um hávaða í miðborginni – Í ljós kom að heimafæðing var í gangi
Fréttir
Í gær

Ríkislögmaður heldur nöfnum tveggja vitna í máli Guðjóns Skarphéðinssonar leyndum

Ríkislögmaður heldur nöfnum tveggja vitna í máli Guðjóns Skarphéðinssonar leyndum
Fréttir
Í gær

Martröð Arngríms í Namibíu – Óttaðist að hljóta sömu örlög og samfanginn

Martröð Arngríms í Namibíu – Óttaðist að hljóta sömu örlög og samfanginn
Fréttir
Í gær

Asískur ofurkakkalakki kominn til Íslands – „Hvað er þetta stórt?!“

Asískur ofurkakkalakki kominn til Íslands – „Hvað er þetta stórt?!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

17 ára piltur handtekinn eftir fíflagang við skólaball í gærkvöldi

17 ára piltur handtekinn eftir fíflagang við skólaball í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kínverjar færðu Melrakkasetrinu stóra peningagjöf – Enginn vill skipta peningunum

Kínverjar færðu Melrakkasetrinu stóra peningagjöf – Enginn vill skipta peningunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Davíð telur rétt að setja streymisveitum skilyrði til að verja tunguna og menningararfinn

Davíð telur rétt að setja streymisveitum skilyrði til að verja tunguna og menningararfinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjólahvíslarinn bjargaði verðmætum fyrir meira en milljón um helgina

Hjólahvíslarinn bjargaði verðmætum fyrir meira en milljón um helgina