Laugardagur 22.febrúar 2020
Fréttir

Daníel og Albert sakaðir um hrottalega frelsissviptingu – „Ógnaði honum með hamri og hótaði að brjóta á honum hausinn“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. september 2019 12:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daníel Aron Sigurjónsson og Albert Þór Gíslason hafa verið ákærðir fyrir frelsissviptingu, líkamsárás og hótanir.

Þeir eru sagðir hafa svipt frelsi manns aðfaranótt laugardagsins 1. júlí 2017 skammt frá Hverafold 5 í Reykjavík. Í kærunni stendur að Daníel og Albert hafi svipt frelsi mannsins í að minnsta kosti fjóra til sex klukkustundir með því að hafa veist að honum með ofbeldi og hótunum um ofbeldi.

Þá eru þeir einnig sagðir hafa neytt manninn upp í bifreið og ekið með hann um höfuðborgarsvæðið. Meðal annars var stöðvað við Rauðavatn, Rimahverfi í Grafarvogi og Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði og að lokum var honum ekið heim.

Albert Þór er þá sagður hafa snúið hann niður, haldið honum, löðrungað hann og lamið hann með krepptum hnefa í andlit og höfuð. Þá er hann einnig sagður hafa sparkað í rass mannsins.

Í ákæru segir:

Ákærði Daníel Aron ógnaði honum með hamri og hótaði að brjóta á honum hausinn ef hann færi ekki inn í bifreiðina og eftir að inn í bifreiðina kom

Daníel Aron er sagður hafa ógnað manninum með hamri og hótað að brjóta á honum hausinn ef hann færi ekki inn í bifreiðina. Þegar inn í bifreiðina er komið er Daníel sagður hafa ekið bílnum á meðan Albert er sagður hafa löðrungað manninn ítrekað ásamt því að slá hann með krepptum hnefa í andlit og höfuð. Þá er Albert einnig sagður hafa rifið í hár mannsins og margsinnis tekið hann hálstaki og hótað að drepa hann.

Í kærunni kemur fram að vegna þessa hafi maðurinn hlotið nefbeinabrot, tvær kúlur í hnakka og þreifieymsli þar yfir og umhverfis. Hann var marinn og bólginn á neðri augnlokum og á augnsvæði beggja augna. Þá fékk hann einnig tárublæðingu í vinstra auga, þreifeymsli yfir báðum kinnbeinum, neðri kjálka og á neðri brún augnumgjarðar vinstra megin. Auk þess fékk maðurinn marbletti yfir viðbeini beggja vegna, yfirborðsáverka á hálsi og hruflsár á hægra hné.

Maðurinn krefst þess að Daníel og Albert greiði honum tvær og hálfa milljón í miskabætur auk vaxta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Lögreglu tilkynnt um hávaða í miðborginni – Í ljós kom að heimafæðing var í gangi

Lögreglu tilkynnt um hávaða í miðborginni – Í ljós kom að heimafæðing var í gangi
Fréttir
Í gær

Ríkislögmaður heldur nöfnum tveggja vitna í máli Guðjóns Skarphéðinssonar leyndum

Ríkislögmaður heldur nöfnum tveggja vitna í máli Guðjóns Skarphéðinssonar leyndum
Fréttir
Í gær

Martröð Arngríms í Namibíu – Óttaðist að hljóta sömu örlög og samfanginn

Martröð Arngríms í Namibíu – Óttaðist að hljóta sömu örlög og samfanginn
Fréttir
Í gær

Asískur ofurkakkalakki kominn til Íslands – „Hvað er þetta stórt?!“

Asískur ofurkakkalakki kominn til Íslands – „Hvað er þetta stórt?!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

17 ára piltur handtekinn eftir fíflagang við skólaball í gærkvöldi

17 ára piltur handtekinn eftir fíflagang við skólaball í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kínverjar færðu Melrakkasetrinu stóra peningagjöf – Enginn vill skipta peningunum

Kínverjar færðu Melrakkasetrinu stóra peningagjöf – Enginn vill skipta peningunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Davíð telur rétt að setja streymisveitum skilyrði til að verja tunguna og menningararfinn

Davíð telur rétt að setja streymisveitum skilyrði til að verja tunguna og menningararfinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjólahvíslarinn bjargaði verðmætum fyrir meira en milljón um helgina

Hjólahvíslarinn bjargaði verðmætum fyrir meira en milljón um helgina