fbpx
Föstudagur 18.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Ísland í dag sagt áróður fyrir elítuna: „Ég gubbaði upp í mig“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. september 2019 13:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóst er að Ísland í dag sem var sýnt í gærkvöldi hefur farið öfugt ofan í suma. Í þættinum var talað við börn umdeildra íslenskra stjórnmálamanna sem kvörtuðu undan óvægni umræðu um feður sína. Sumir telja þáttinn vera áróður en það er bæði fullyrt af fólki innan Pírataspjallsins sem og af Jæja-hópnum.

Sjá einnig: Erfitt að vera sonur Gunnars Braga – Ásmundur hefur grátið í koddann: „Þú venst ekkert svona“

Jæja-samtökin segja markmið þáttarins að telja fólki trú um að það megi gagnrýna elítuna. „Ógeðslegur áróður — Vísir að reyna að normalísera Bjarna Ben og hina skíthælana með því að draga fram börnin þeirra. Þegar þú kúgar og dregur heila þjóð í gegnum áratuga sveltistefnu og nýfrjálshyggju þá máttu alveg búast við því að vera kallaður skíthæll. Það er einfaldlega réttnefni á stjórnmálamenn sem berjast gegn hagsmunum almennings og fyrir hagsmunum hinna ríku. Vísir er elítu-miðill hinna ríku, í eigu hinna ríku. „Í dag gæti ég ekki hugsað mér sjálfur að vera í stjórnmálum.“ — Róbert Gunnarsson. Guði sé lof fyrir það! Sniðgöngum Vísir, Fréttablaðið, MBL, DV, Viljann og Fréttatímann,“ segja samtökin á Facebook.

Innan Pírataspjallsins er þetta viðhorf endurrómað. Erna nokkur deilir frétt Hringbrautar um þáttinn og skrifar: „Hvað finnst ykkur um þennan áróður? Persónulega er ég smá að gubba á mig,“ skrifar Erna. Margir taka undir með henni í athugasemdum. „Ég gubbaði upp í mig,“ skrifar einn maður til að mynda. Gunnar nokkur segir svo: „Einmitt.. það á að halda spilltu, vanhæfu fólki á þingi svo að uppkomin börn þeirra líði ekki illa. Einmitt.“

Hrafn nokkur segir svo mikilvægt að muna að þetta séu opinberar persónur. „Við skulum nú skoða upphafi. Gunnar Bragi er út úr drukkinn á bar á meðan á þingtíma stendur. Hvað hann sagði vita allir. Var Gunnar Bragi að hugsa um son sinn þegar hann let dæluna ganga og kom með ævintýralegar skýringar seinna? Líklega ekki. Var honum sama um umtalið sem kom seinna? Einfaldasta var að segja af sér og hætta. Hann er opinber persóna,“ skrifar hann.

Sumir segja þó að þátturinn í gær hafi verið gott sjónvarp. „Ég var soldið búin að gera mig klára fyrir að finnast þetta meðvirkt og glatað. En þetta var mjög gott sjónvarp. Frosti var ekkert meðvirkur og spurði alveg töff spurninga,“ skrifar Heiða nokkur.

Einn maður segir það hafa verið áberandi að einungis var talað við börn hægrimanna. „Ég skil mjög vel fréttapunktinn hér: Pólitíkusar eru manneskjur eins og við hin, með fjölskyldur og allt. Það sem mér finnst áhugavert er að sjá að hérna eru tekin fyrir einungis börn hægrimanna, þar af tveggja sem hafa sjálfir verið ansi orðljótir og/eða ómálefnalegir og getið sér orðstírs fyrir það. Ljóst er að miðju- og vinstripólitíkusar hafa alveg fengið yfir sig viðlíka skít og því leikur mér aðallega forvitni á að vita hvort að börnum þeirra hafi verið boðið að mæta í þetta viðtal eða hvort þeim hafi fundið það of asnalegt að vera að setja sig í einhvers konar fórnarlambastellingar fyrir svona innslag,“ skrifar hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Brennheitt vatn steymir upp úr hitaveituholu hjá golfvellinum í Grafarvogi

Brennheitt vatn steymir upp úr hitaveituholu hjá golfvellinum í Grafarvogi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ráðgjafi GAMMA ákærður fyrir tugmilljarða fjársvik

Ráðgjafi GAMMA ákærður fyrir tugmilljarða fjársvik
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Erna Ýr biðst afsökunar – „Mér rann kapp í kinn“

Erna Ýr biðst afsökunar – „Mér rann kapp í kinn“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Andri hraunar yfir blaðamann Vísis: „Þessi frétt er ekki skrifuð með neitt nema illgirni í huga“

Andri hraunar yfir blaðamann Vísis: „Þessi frétt er ekki skrifuð með neitt nema illgirni í huga“