Föstudagur 13.desember 2019
Fréttir

Húsbrot og líkamsárás – Bláum geisla beint að tveimur flugvélum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. september 2019 05:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 20 í gærkvöldi var óskað eftir skjótri aðstoð lögreglunnar í heimahús í Kópavogi. Þar var karlmaður handtekinn á vettvangi grunaður um húsbrot og líkamsárás gegn húsráðanda. Meiðslin voru minniháttar og var sá grunaði vistaður í fangageymslu.

Á fyrsta tímanum í nótt var lögreglunni tilkynnt að bláum geisla hafi verið beint að tveimur flugvélum sem voru í aðflugi að Keflavíkurflugvelli. Virtust geislarnir koma frá hverfi í Kópavogi. Lögreglan fann ekki þá sem voru að verki.

Á sjötta tímanum í gær var einn handtekinn í miðborginni grunaður um hnupl.

Skömmu síðar voru tveir mjög ölvaðir útlendingar handteknir í Hafnarfirði en þeir voru ógnandi í hegðun og vildu ekki hlýða fyrirmælum lögreglumanna.

Sex ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Íslenskar mæður vara við Böðvari: „Í dag lækaði hann óvart mynd af dóttur minni“

Íslenskar mæður vara við Böðvari: „Í dag lækaði hann óvart mynd af dóttur minni“
Fréttir
Í gær

Grjót fauk á land á Ólafsfirði | Myndir

Grjót fauk á land á Ólafsfirði | Myndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Systir hennar pyntuð grimmilega í Sádi-Arabíu fyrir að aka bíl

Systir hennar pyntuð grimmilega í Sádi-Arabíu fyrir að aka bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óveðrið veldur usla í Vesturbænum: Þakplötur fjúka og rúður brotna

Óveðrið veldur usla í Vesturbænum: Þakplötur fjúka og rúður brotna