fbpx
Föstudagur 18.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Ellefu ára börn gómuð við að reykja hass í Grafarholti: „Með gosflösku sem búið var að eiga við“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 18. september 2019 15:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi birtist tilkynning á Facebook-hópnum Íbúasamtök Úlfarsársdals. Einn íbúi greindi þar frá því að hann hafði orðið var við börn á aldrinum 11-13 ára hefðu haft í förum sínum gosflösku breytta til kannabisreykinga.

Samkvæmt heimildum DV kallast slíkt flösku-apparat „beygla“ á götumáli. Tilkynningin er skrifuð fyrir hönd íbúa ákveðins húsfélags í Friggjarbrunni.

„Það var íbúi hér í húsinu sem varð var við unglinga/krakka á aldrinum 11-13 sem höfðu verið í hjólageymslunni okkur. Þau voru með gosflösku sem búið var að eiga við og hún ætluð til þess að reykja kannabis.“

Í færslunni er því lýst að í hjólageymslunni hafi verið sterk lykt af kannabisefnum og augljóst að einhver hafi verið að neyta þeirra.

„Þegar ég fór niður í hjólageymslu að kanna hvort eitthvað hefði verið tekið var mjög sterk kannabislykt og klárt mál að einhverjir hafa verið að reykja þarna inni. Miða við þær upplýsingar sem ég fékk voru þetta krakkar á aldrinum 11-13.“

Færslan vakti skiljanlega talsverða athygli, en mikið hefur verið fjallað um fíkniefnavanda ungs fólks að undanförnu. Í gær fjallaði DV um niðurstöður úr könnun varðandi notkun ungs fólks á fíkniefnum, þar kom fram að meira en helmingur ungs fólks hefði notað kannabisefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðmundur Franklín með djarfa kenningu: Segir Björn nota barn sitt í áróðri

Guðmundur Franklín með djarfa kenningu: Segir Björn nota barn sitt í áróðri
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grunaður um kynferðisbrot gegn barni: Notuð sprautunál í sófanum þar sem stúlkan svaf

Grunaður um kynferðisbrot gegn barni: Notuð sprautunál í sófanum þar sem stúlkan svaf
Fréttir
Í gær

Eiríkur skólar Jakob Frímann vegna ummæla hans um einhverfu – „Mér finnst allt þetta fólk eiga betra skilið“

Eiríkur skólar Jakob Frímann vegna ummæla hans um einhverfu – „Mér finnst allt þetta fólk eiga betra skilið“
Fréttir
Í gær

Andlát í Krýsuvík: Engin starfsmaður á vistheimilinu þegar að atvikið átti sér stað

Andlát í Krýsuvík: Engin starfsmaður á vistheimilinu þegar að atvikið átti sér stað