fbpx
Þriðjudagur 15.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Álag og örtröð á bráðamóttöku Landspítalans fjölga mistökum starfsfólks

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. september 2019 07:45

Bráðamóttaka LSH.Mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem af er árinu hafa komið upp 481 atvik á bráðamóttöku Landspítalans þar sem eitthvað hefur farið úrskeiðis við meðhöndlun sjúklinga. Atvikum sem þessum hefur fjölgað á síðustu árum. Til samanburðar má nefna að 318 slík atvik komu upp árið 2009.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Elísabet Benedikz, yfirlækni á gæða- og sýkingarvarnardeild sjúkrahússins, að augljósar orsakir fyrir þessu sé að finna í umhverfi bráðamóttökunnar. Þar sé örtröð sjúklinga, álag á starfsfólk hafi aukist, flæði yfir á viðeigandi þjónustustig (legudeildir og gjörgæsludeild) sé ekki eins og það eigi að vera vegna örtraðar á legudeildum og skorts á plássum og starfsfólki.

Á tíu ára tímabili hafa alvarleg atvik, sem eru skráð í flokk 3, verið 18 talsins en í þennan flokk falla atvik þar sem sjúklingar hafa orðið fyrir varanlegum miska eða látist. Af þessum 18 hafa 12 orðið á síðustu þremur árum og tvö það sem af er þessu ári.

Í flokki 2, sem eru meðalalvarleg atvik, hefur fjöldinn verði nokkuð svipaður síðustu fimm ár.

Mesta fjölgunin hefur orðið í flokki 1, þar sem minna alvarleg atvik eru skráð. Atvikum tengdum lyfjameðferð hefur fjölgað mikið síðustu ár og einnig hefur byltum á bráðamóttökunni fjölgað.

Elísabet benti á að rétt sé að hafa í huga að bráðaþjónusta hjartagáttar færðist inn á bráðadeild G2 frá og með desember á síðasta ári. Atvikin eru flest á bráðadeild G2 sem er meginstarfseining bráðamóttökunnar eða 411 það sem af er ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Engar nektarmyndir af Þórarni í IKEA

Engar nektarmyndir af Þórarni í IKEA
Fréttir
Í gær

Sorglegt hvernig Breiðholtið er talað niður – „Ungt fólk elst upp haldandi að þau séu annars flokks þegnar“

Sorglegt hvernig Breiðholtið er talað niður – „Ungt fólk elst upp haldandi að þau séu annars flokks þegnar“
Fréttir
Í gær

Heimilisleysi á Íslandi – Brýn þörf á úrræðum: „Við erum gleymdir hér og óttumst framtíðina“

Heimilisleysi á Íslandi – Brýn þörf á úrræðum: „Við erum gleymdir hér og óttumst framtíðina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sænsk félagsmálayfirvöld tóku ungabarn af íslenskri konu – Áður dæmd á íslandi fyrir að beita fimm önnur börn sín ofbeldi

Sænsk félagsmálayfirvöld tóku ungabarn af íslenskri konu – Áður dæmd á íslandi fyrir að beita fimm önnur börn sín ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlegt umferðarslys á Snæfellsnesi – Fimm alvarlega slösuð

Alvarlegt umferðarslys á Snæfellsnesi – Fimm alvarlega slösuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bíll valt við Akureyri í morgun

Bíll valt við Akureyri í morgun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úlfúð á Instagram-síðu Hjörvars og konur vilja hann dauðann: „Vonandi skýtur þig einhver“

Úlfúð á Instagram-síðu Hjörvars og konur vilja hann dauðann: „Vonandi skýtur þig einhver“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rosalegt myndband úr Reynisfjöru: Útlendingar skríktu úr hlátri þegar maðurinn virtist við dauðans dyr

Rosalegt myndband úr Reynisfjöru: Útlendingar skríktu úr hlátri þegar maðurinn virtist við dauðans dyr