fbpx
Laugardagur 26.september 2020
Fréttir

Hannes sagður hafa náð nýjum botni – „Éttu skít með hníf og gaffli, gamlingi“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. september 2019 15:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að viðbrögð Íslendinga við tísti Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar séu nær öll af sama meiði. Hann er sagður hafa náð nýjum botni og sagt að halda kjafti. Hannes hefur í seinni tíð færst sífellt lengra í afneitun á hamfarahlýnun.

Í tístinu, sem er á ensku, líkir hann Gretu Thunberg við Barnakrossferðina. Hann segir aðgerðir hennar líkjast nútíma fjöldaæði. Hann segir enn fremur að börn séu ef til vill ekki best í að leiða þjóðir. Barnakrossferðin hófst árið 1212 og endaði með hörmungum en mörg þeirra voru síðar hneppt í þrældóm.

„Hún samanstóð af þúsundum barna sem ætluðu að heimta landið helga úr höndum múslima með kærleika í stað valdbeitingar. Hreyfingin endaði hörmulega, en trúarhitinn sem hún kveikti var meðal þess sem hrinti af stað fimmtu krossferðinni 1218,“ segir á Vísindavefnum.

Fjöldi fólks baunar á Hannes fyrir tístið. „Þarft þú ekki að fara að halda kjafti gamli,“ skrifar Elísabet nokkur. Finnbogi nokkur birtir einfaldlega myndir af sér með löngu töng á lofti. Donna nokkur segir Hannes heimskan og að hann hafi náð nýjum botni.

Sunna Ben segir hann sýna ömurlega vanvirðingu með þessu tísti sínu. „Það er ömurleg vanvirðing og rembingur þegar fólk afskrifar skoðanir og raddir barna sökum aldurs, eins og börn geti bara ekki vitað neitt. Greta Thunberg hefur tileinkað sig þessum málsstað 100% og veit ógeðslega mikið um það sem hún er að tala um – líklega talsvert meira en þú,“ skrifar Sunna.

Hér fyrir neðan má sjá viðbrögð fólks á Twitter

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Úber rasískur“ pistill í Morgunblaðinu veldur úlfúð – „Er hún opinberlega að peppa nasisma?“

„Úber rasískur“ pistill í Morgunblaðinu veldur úlfúð – „Er hún opinberlega að peppa nasisma?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Brennuvargurinn á Bræðraborgarstíg neitar sök – Ákærður fyrir að drepa þrjá og íkveikju

Brennuvargurinn á Bræðraborgarstíg neitar sök – Ákærður fyrir að drepa þrjá og íkveikju
Fréttir
Í gær

Úti er hjólhýsa-ævintýri – 50 ára hjólhýsabyggð lokað

Úti er hjólhýsa-ævintýri – 50 ára hjólhýsabyggð lokað
Fréttir
Í gær

Höskuldur Þórhallsson meðal umsækjenda hjá Náttúrufræðistofnun

Höskuldur Þórhallsson meðal umsækjenda hjá Náttúrufræðistofnun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harðar nágrannaerjur á Arnarnesi – Ragnheiður Clausen vann dómsmál

Harðar nágrannaerjur á Arnarnesi – Ragnheiður Clausen vann dómsmál
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atvinnuglæpamenn að verki í vespumáli 13 ára drengs – Hjólahvíslarinn skarst í leikinn

Atvinnuglæpamenn að verki í vespumáli 13 ára drengs – Hjólahvíslarinn skarst í leikinn