fbpx
Sunnudagur 20.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Marouane vildi afhausa lögreglumann í Smáralindinni – „Ætlaði að drekka blóðið úr henni“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. september 2019 10:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marouane Zoubir, hælisleitandi á Íslandi, hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi. Hann mun þó ekki sitja lengi inni þar sem gæsluvarðhald hans frá 16. júlí dregst frá refsingu. Í ljósi þess að fæstir fangar á Íslandi sitji allan dóminn í fangelsi má ætla að Zoubir muni ganga laus innan skamms. Ekki kemur fram í dómnum frá hvaða landi Zoubir kemur.

Zoubir var dæmdur fyrir fjölmörg brot frá því að hann kom til landsins í upphafi árs. Hann hótaði meðal annars að afhöfða íslenskan lögreglumann og í öðru tilviki nefbraut hann ókunnuga konu í Keiluhöllinni. Zoubir var dæmdur fyrir ýmis brot og snúast mörg þeirra um ýmsan þjófnað. Alvarlegust eru þó tvö atvik. Það fyrra átti sér stað í mars í Verslun Herragarðsins í Smáralind. Zoubir reyndi að stela fatnaði að verðmæti um 130 þúsund krónur en var gómaður af starfsmönnum.

Zoubir hótað þeim starfsmönnum lífláti en var handtekinn af lögreglu. Í lögreglubíl á leið frá Smáralind hótaði hann þeim lögreglumönnum lífláti og gott betur.

„[Maðurinn] hótað lögreglumanni lífláti með því að ætla að taka af honum höfuðið. Á leið á lögreglustöðina sagði kærði að honum hafi alltaf langað til þess að drepa kristna manneskju og þegar það yrði þá ætlaði hann að skera höfuð hennar af og drekka blóðið úr henni því til fögnuðar og beindi þeim orðum til lögreglumannsins að hann gæti  orðið  fyrir valinu hjá  honum,“ segir í dómi.

Næsta atvik sem má telja sérstaklega alvarlegt átti sér stað í Keiluhöllinni ríflega mánuði síðar. Zoubir var dæmdur fyrir að hafa ráðist þar á konu, en í dómi kemur fram að hann hafi ekkert tengst þeirri konu. Atvikinu er lýst svo í dómi:

„Ráðist á A, klipið hana í vinstri kinn, slegið hana í andlitið með krepptum hnefa þannig að A féll niður, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut nefbeinabrot, mar á hné og yfirborðsverka á höfði. Vitni kvaðst hafa séð kærða slá brotaþola með krepptum hnefa í andlitið.“

Líkt og fyrr er hann sagður hafa hótað lögreglumönnum lífláti þegar hann var handtekinn.

Auk fangelsisdómsins var Zoubir dæmdur til að greiða konunni miskabætur að fjárhæð um 800 þúsund. Auk þess þarf hann að greiða 854.516 krónur í sakarkostnað til ríkissjóðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Sirrý segir femínista reyna að þagga niður í Áslaugu Örnu

Sirrý segir femínista reyna að þagga niður í Áslaugu Örnu
Fréttir
Í gær

Erla útskýrir hvers vegna íslenskar fréttir eru oft svo lélegar

Erla útskýrir hvers vegna íslenskar fréttir eru oft svo lélegar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir þungavigtarmenn hættir á Fréttablaðinu – „Ég hætti í vinsemd og virðingu”

Tveir þungavigtarmenn hættir á Fréttablaðinu – „Ég hætti í vinsemd og virðingu”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar fékk virtustu verðlaunin í bransanum: Atvinnulaus ári síðar og fékk hvergi vinnu – „Ha, af hverju vilt þú vinna hérna?“

Ragnar fékk virtustu verðlaunin í bransanum: Atvinnulaus ári síðar og fékk hvergi vinnu – „Ha, af hverju vilt þú vinna hérna?“