fbpx
Fimmtudagur 09.júlí 2020
Fréttir

Arnar Sveinn fær á baukinn og sagður gráðugur okrari – „Þetta er algjör rugl“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. september 2019 14:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður úrvalsdeildarliðs Breiðbliks í knattspyrnu, fær heldur betur á baukinn í athugasemdum við leiguauglýsingu sinni innan hópsins Leiga. Þar auglýsir hann til leigu 90 fermetra íbúð í Eskihlíð á heilar 360 þúsund krónur. Óhætt er að segja að það er nokkuð hátt verð fyrir ekki stærri íbúð, fermeterinn er á fjögur þúsund krónur.

„Vel skipulögð 4ra herbergja íbúð á einum allra friðsælasta og besta stað í Reykjavík. Íbúðin er 90 fm og skiptist niður í hol, þrjú svefnherbergi, stóra stofu með svölum, gott eldhús og baðherbergi. Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð á síðustu árum og eftir sumarið verður búið að skipta um alla glugga í íbúðinni. Stutt í báða háskólana, miðbæinn og aðra þjónustu. Íbúðin leigist með öllum húsgögnum, þ.m.t. sjónvarpi, þvottavél og þurrkara. Það er allt innifalið í leiguverði, þ.m.t. internet og afnot af öllum tækjum og húsgögnum,“ skrifar Arnar Sveinn.

Flestir taka heldur illa í þessa auglýsingu. „Okur og græðgi,“ skrifar Gyða nokkur. Ásgeir skrifar svo: „Það er pottþétt einhver svo hlandvitlaus að leigja þetta…borga á réttum tíma í 3-5 mánuði og svo ekki söguna meir, væri mátulegt á svona okrara,“ skrifar hann.

Ingvi nokkur sýnir vanþóknun sína einfaldlega með því að birta ælandi broskall. „Nei hættu nú alveg, ertu viss um að þú hafir sett inn rétt verð?,“ spyr Grétar nokkur. Magnús nokkur skrifar: „Þetta er algjör rugl leiga 360.000 þúsund fyrir 90 fm íbúð.“ Ein erlend kona skrifar svo: „People, are You crazy!?!?“

Sumir koma þó Arnari til varnar, til að mynda Valdís nokkur en skrifar: „Þetta er vissulega frekar hátt verð (hugsa að ég persónulega hefði ekki í mér að rukka svona mikið) eeeen fólk verður að gera sér grein fyrir því að íbúðin er leigð út með öllu inniföldu, þá væntanlega hita, rafmagni, interneti og öllu. Húsgögn og raftæki upp á fleiri hundruð þúsundir fylgja greinilega líka en fólk virðist ekki gera sér grein fyrir því að það kostar líka, sérstaklega ef eitthvað yrði skemmt. Það er ekkert gefins að borga af þessu öllu og leigusali verður augljóslega að fá eitthvað í vasann, annars mundi þetta ekki borga sig.“

DV gerði tilraun til að ná í Arnar Svein án árangurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Segir karlmenn með lítið sjálfstraust uppnefna Kára

Segir karlmenn með lítið sjálfstraust uppnefna Kára
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Starbucks kallaði hana ISIS

Starbucks kallaði hana ISIS
Fréttir
Í gær

Kári segir Smára McCarthy vera með skringilegt höfuð á herðum sér

Kári segir Smára McCarthy vera með skringilegt höfuð á herðum sér
Fréttir
Í gær

Sjólaskipabræður fagna sigri í risaskattsvikamáli

Sjólaskipabræður fagna sigri í risaskattsvikamáli
Fréttir
Í gær

Veðurvaktin: Áfram hlýtt og stillt veður – Bongó framundan.

Veðurvaktin: Áfram hlýtt og stillt veður – Bongó framundan.
Fréttir
Í gær

Vinnuslys og óvenjulega margir árekstrar á Suðurnesjum

Vinnuslys og óvenjulega margir árekstrar á Suðurnesjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fangelsinu á Akureyri lokað varanlega. 42 ára saga á enda.

Fangelsinu á Akureyri lokað varanlega. 42 ára saga á enda.
Fyrir 2 dögum

Kerfið keyrir á meðvirkni – framvarðasveitin enn samningslaus

Kerfið keyrir á meðvirkni – framvarðasveitin enn samningslaus