fbpx
Föstudagur 05.júní 2020
Fréttir

Milla Ósk er að bilast: Póstdreifing hættir ekki að koma með ruslpóstinn – „Enn og aftur er ég farin að svitna af pirringi“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 14. september 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Milla Ósk Magnúsdóttir, fréttakona hjá RÚV, er orðinn þreytt á því að fá rusl inn um póstlúguna.

Milla tjáði sig um ruslpóstinn í færslu á Facebook en hún byrjar færsluna á því að segja að hún sé að bilast. Því næst lýsir hún samtali sínu við afgreiðslumann Póstsins eftir að hún tilkynnti honum hróðug að hún vilji fá límmiða á póstlúguna sem afþakkar ruslpóst og fríblöð.

„Hann: Já.. okei. Þá þarftu að skrá þig á vefsíðunni okkar.
Ég: nú.. okei ég leitaði og leitaði og fann ekkert. Getur þú ekki bara skráð mig núna hjá þér?
Hann: Nei þú verður að gera það sjálf.
Ég: Okei. Get ég þá ekki bara gert það núna hjá þér?
Hann: Neinei, en það eru tölvur hérna frammi í versluninni okkar þar sem þú gætir gert þetta – svo færðu sendan miða heim til þín eftir þrjá virka daga.
Ég: uu já okei… En get ég ekki bara skráð mig hér og fengið miðann hjá þér – fyrst ég er komin?
Hann: Jáneinei, við framleiðum miðana í Ólafsvík… Reynum að dreifa vinnuálaginu á alla landsbyggðina.“

Eftir dágóða stund komst Milla að því hún var á vitlausum stað eða öllu heldur í vitlausu fyrirtæki.

„Borgarbarninu langaði að berja í borðið en landsbyggðartúttan í mér gat ekki hallmælt þessu. Svo ég starði bara á hann, án þess að segja neitt í góðar 10 sekúndur. Hann gaf sig á undan (takk samningatækni 101) og spurði hvað það væri helst sem ég væri að reyna að losna við? Ég sagði svona auglýsingabæklinga og fríblöð. Þá lifnaði yfir mínum manni og hann tilkynnti mér hróðugur að það væri sko Póstdreifing sem sæi um það – ekki Pósturinn. Pósturinn sæi að mestu leyti bara um Ikea bæklingana. Einar hefði drepið mig ef ég hefði afþakkað þá svo ég kvaddi. Okei. 1-0 fyrir Póstinum. Ég fer heim, á vefsíðu Póstdreifingar og afþakka pent (samt ekki) dreifingu. Stuttu síðar fæ ég póst um að límmiðarnir séu allir búnir. Enn og aftur er ég farin að svitna af pirringi.“

Þrátt fyrir að hafa fengið póst um að allir límmiðarnir séu búnir þá fékk hún sent umslag þrem dögum síðar sem innihélt límmiðan.

„Einar meiraðsegja óskaði mér til hamingju, enda farinn að hafa áhyggjur af sinni konu sem blótar og ragnar á hverjum morgni þegar hún þarf að vaða ruslpóst til að komast út.“

En límmiðinn virkaði ekki eins og hann átti að gera.

„Þið getið ímyndað ykkur lætin þegar ég vakna morguninn eftir að hafa splæst límmiðanum á lúguna og þar liggja bæði auglýsingabæklingar og svo fríblöð. Og núna – viku síðar. Á viku er allur þessi bunki búinn að koma inn um lúguna mína. HVAÐ þarf ég að gera til að hætta að fá þetta?? Hvers vegna kemur þetta ÞRÁTT FYRIR límmiðann? Ég get næstum því fullyrt það að ég hef vaknað við flissið í póstburðarmanninum þegar hann HUNSAR límmiðann og hugsar „þetta kennir henni“.“

Milla tekur það fram að þökk sé vinnunni sinni og mannsins síns þá fá þau bæði aðgang að öllum þessum blöðum og meira til.

„Og lesum á hverjum degi, alltaf enda prýðis fréttamiðlar. En á heimilinu safnast þetta bara upp og verður að rusli. Og á EINNI VIKU er allt þetta rusl komið. Meira en 10 auglýsingabæklingar og 9 fríblöð. Ég fæ illt í umhverfissamviskubitið mitt að hugsa til bunkans sem ég myndi ná að safna á einu ári ÞRÁTT FYRIR MIÐANN MINN!“

Hún furðar sig að lokum á því hvort þetta sé óraunhæf krafa.

„Er þetta bara í alvöru svona? Er þetta óraunhæf krafa – að maður ráði því sirka hvað kemur inn um lúguna??“

Facebook-færslu Millu má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Ólafur Hand sýknaður
Fréttir
Í gær

Líf hjónanna breyttist eftir skoðunarferð í Grindavík – Björn íhugar málsókn

Líf hjónanna breyttist eftir skoðunarferð í Grindavík – Björn íhugar málsókn
Fréttir
Í gær

Lilja fór gegn tillögu við skipan Einars Huga sem formanns fjölmiðlanefndar

Lilja fór gegn tillögu við skipan Einars Huga sem formanns fjölmiðlanefndar
Fréttir
Í gær

Segir Icelandair skapa áhættu fyrir velferðarkerfið

Segir Icelandair skapa áhættu fyrir velferðarkerfið
Fréttir
Í gær

Óljós staða í viðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins

Óljós staða í viðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannhaf á Austurvelli – „Við viljum ekki vera hér. Við viljum lifa lífi okkar“

Mannhaf á Austurvelli – „Við viljum ekki vera hér. Við viljum lifa lífi okkar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Oddnýju hafa skellt blautri og skítugri tusku framan í stærstu atvinnugrein landsins

Segir Oddnýju hafa skellt blautri og skítugri tusku framan í stærstu atvinnugrein landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan beindi skammbyssu að fötluðum manni á áttræðisaldri

Lögreglan beindi skammbyssu að fötluðum manni á áttræðisaldri
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sími Hrannar hvarf á dularfullan hátt: „Pabbi breyttist í handrukkara“

Sími Hrannar hvarf á dularfullan hátt: „Pabbi breyttist í handrukkara“