fbpx
Miðvikudagur 23.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Jón Óðinn gafst upp á áralöngu verki: „Þetta var áfall. Ég er enn að reyna að jafna mig“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 14. september 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Óðinn skrifaði pistil á Hringbraut um verk sem hann er hættur að vinna þrátt fyrir að hafa gert það í langan tíma.

„Sum verk eru ekki auðveld en þau þarf samt að vinna.  Ég tók eitt slíkt að mér, að vísu óumbeðinn, en þetta verk var svo erfitt að enginn gat beðið nokkurn mann að taka það að sér.  Verkið var að leiðrétta rangar skoðanir á netinu.“

Jón segir að þegar hann tekur sér eitthvað fyrir hendur þá gerir hann það af alvöru.

„Þegar ég geri eitthvað þá er það ekkert hálfkák, ég þoli ekki þannig vinnubrögð, annað hvort gengur maður í verkin af fullum krafti eða eftirlætur öðrum þau, annars er maður bara að þvælast fyrir.“

Hann segist hafa reynt að gera þetta með skipulagi til að byrja með.

„Fyrst tók ég skuldamálin fyrir, síðan flugvallarmálin og þannig koll af kolli.  En skipulagið riðlaðist fljótt, málunum fjölgaði stöðugt og sum mál kláruðust aldrei.“

Jón segist hafa farið um allt netið, hann var kominn með heiðurstitilinn „virkur í athugasemdum“.

„En ég tók á því, gaf ekkert eftir, var málefnalegur, rökfastur, hnyttinn, jafvel vingjarnlegur en stundum hvass þegar þess þurfti.  Ég fór um allt netið, Facebook var í stöðugri notkun, jafnvel skoðanakerfi vefmiðlanna varð vettvangur minn, ég var kominn með heiðurstitilinn „virkur í athugasemdum“.“

Eftir áralanga baráttu gafst Jón þó upp.

„Það voru svo margir sem að sannfærðust ekki um að mitt sjónarmið væri rétt, jafn augljóslega og ég samt sýndi fram á það.  Þessi uppgjöf var ekki auðveld.  Ég hætti á Facebook, les ekki vefmiðlana lengur.  Ég fylltist andúð á öllu þessu fólki með sínar röngu skoðanir.“

Hann segist hafa áttað sig á því að hann var ekkert betri en allt fólkið sem hann reifst við í kommentakerfunum.

„Ég veit ekki hvað gerðist, kannski aldurinn, ég veit það bara alls ekki.  En ég áttaði mig á því að ég var ekkert skárri en allt þetta fólk, mínar skoðanir voru fyrir mörgum jafn rangar og mér fannst þeirra vera. Þetta var áfall.  Ég er enn að reyna að jafna mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stöðvaður með kannabis á Keflavíkurflugvelli: Var á leiðinni úr landi

Stöðvaður með kannabis á Keflavíkurflugvelli: Var á leiðinni úr landi
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ráðist á Íslendinga í Brighton – „Þetta var viðurstyggileg árás“

Ráðist á Íslendinga í Brighton – „Þetta var viðurstyggileg árás“
Fréttir
Í gær

Erlingi brugðið: Sakar samkeppnisaðila um klækjabrögð – Búnaður rifinn niður og þræðir slitnir í sundur

Erlingi brugðið: Sakar samkeppnisaðila um klækjabrögð – Búnaður rifinn niður og þræðir slitnir í sundur
Fréttir
Í gær

Atli Rafn freistar þess að fá að vita hverjar sökuðu hann um kynferðislega áreitni

Atli Rafn freistar þess að fá að vita hverjar sökuðu hann um kynferðislega áreitni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur B. borgarstjóri minnist Jónu Halldóru – „Engilinn á hjólinu“

Dagur B. borgarstjóri minnist Jónu Halldóru – „Engilinn á hjólinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nef- og höfuðkúpubrotinn eftir reiðhjólaslys

Nef- og höfuðkúpubrotinn eftir reiðhjólaslys