fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Hlynur horfði á vin sinn myrtan með hryllilegum hætti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 13. september 2019 09:11

Hlynur Kristinn Rúnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég missti besta vin minn, ég var búinn að hitta mömmu hans og dóttur tveimur dögum áður en hann var drepinn. Ég horfði á hann brotinn á öllum útlimum og brenndan. Svo voru menn að taka myndir og hlæja og fannst þetta geggjað fyndið,“ segir Hlynur Kristinn Rúnarsson í áhrifamiklu viðtali við Mannlíf í dag. Árið 2015 fór Hlynur ásamt kærustu sinni í leiðangur til Brasilíu, til að sækja kókaín og fljúga með það aftur til Portúgals. Þau voru handtekin í Brasilíu og fékk Hlynur  fimm ára fangelsisdóm. Hann sat hins vegar bara af sér 14 mánuði.

Fangelsi í Brasilíu er harður heimur en Hlynur var ekki beittur ofbeldi þar. Hann var eini útlendingurinn með 14 öðrum mönnum í klefa. Hann segist hafa leikið ákveðið hlutverk þar sem hann virtist harður og hlaut virðingu samfanganna. „Ég mætti til dæmis á staðinn þegar átök voru og horfði á, ég flúði ekki, ég fór ekki og faldi mig. Ég held þeir hafi borið virðingu fyrir því af því þeir bjuggust við að ég yrði hræddur inni í klefa og skælandi. Þú leyfir þér ekki að sýna veikleika þarna,“ segir Hlynur.

DV fjallaði um fangelsisdóminn í nokkrum fréttum árið 2015 og 2016. Árið 2016 sagði Hlynur í samtali við DV:

„Hér er mönnum hent inn í fangelsi og maður upplifir mannréttindabrot, niðurlægingu og ófagmannlega hegðun yfirvalda,“ sagði Hlynur og bætti við að fangelsin í Brasilíu væru ekki betrunarvist heldur væri einungis verið að framleiða fleiri glæpamenn. Hann viðurkenndi jafnframt að hafa gert mistök, og kvaðst sjá eftir þeim.

„Ég gerði mistök, ég ætlaði að koma mér alveg út úr þeim vítahring sem ég var kominn í. Ég treysti mönnum fyrir frelsi mínu sem ég þekki lítið sem ekki neitt. Ég er samt góð manneskja sem á skilið mannréttindi. Ég er með hreina sakaskrá og hef aldrei beitt mér á illan hátt í garð einhvers. Ég vil öllum vel, að hjálpa og reynast öllum vel. Það er vandamálið. Þetta hafa ákveðnir aðilar nýtt sér til að hafa hag af minni vinnusemi og minni getu.“

Í viðtalinu við Mannlíf segir Hlynur hins vegar að ferðin til Brasilíu hafi verið hans ákvörðun og hann geti engum um kennt nema sjálfum sér. Það hafi ekki verið nein pressa og enginn hafi þröngvað þessu upp á hann.

Hefur snúið baki við neyslu

Í viðtalinu við Mannlíf kemur fram að Hlyni hefur tekist það sem hann ætlaði sér og hefur snúið baki við neyslu. Hefur hann stofnað góðgerðarsamtökin Það er von. Hefur hann verið edrú í þrjá mánuði. Hann er lærður einkaþjálfari en meðal efna sem hann misnotaði voru sterar. Hann segir að siðferði sitt bara breyst til hins verra við notkun stera og segir hann að ekki sé næg umræða um neyslu þeirra í samfélaginu. Síðan tók hann að neyta annarra fíkniefna. Hlynur segir um lífsfviðhorf sitt fyrr og nú:

„Ég var alltaf að fylla upp í svartholið hjá sjálfum mér og hélt að mér liði betur með flottan bíl, peninga af sölunni, að vinna mót, líta svona út og svo framvegis. Ég hélt alltaf að veraldlegir hlutir myndu færa mér hamingju, svo skildi ég að hún kemur innan frá. Ég þurfti að fara til Brasilíu til að uppgötva það.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni