fbpx
Miðvikudagur 23.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Ertu á leið til Spánar? Þá þarf Sindri strokufangi þína aðstoð

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. september 2019 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þekktasti strokufangi Íslands, Sindri Stefánsson, virðist njóta lífsins á Costa Blanca svæðinu á Spáni þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í janúar. Fyrir utan að hann sárvantar íslenskt tóbak. Sindri óskar eftir aðstoð við þetta innan Facebook-hópsins Íslendingar á Spáni Costa Blanca Svæðinu. „Einhver að koma á næstu og gæti tekið smá íslenskt tóbak?,“ skrifar Sindri þar.

Sindri virðist hafa verið staddur þar í nokkurn tíma því innan þess hóps hefur hann ítrekað komið með fyrirspurnir undanfarna mánuði. Síðastliðinn apríl spurði Sindri: „Vitiði um einhverjar skemmtilegar sundlaugar á svæðinu? bæði fyrir krakka og jafnvel notalegt fyrir okkur eldri. Íslenska sundið er einstakt, maður sér það núna!“

Síðastliðinn júlí spurði hann aðra Íslendinga hvort það væri eitthvað almennilegt bíó í Alicante sem sýndi myndir á ensku. Það vekur svo athygli að um svipað leyti og hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í janúar spurði hann: „Þið sem hafið fengið búslóð flutta hingað út. Hvaða tollmiðlara notuðu þið hérna á Spáni?“

Miðað við þessar fyrirspurnir hans mætti halda að Sindri hefði ekki hlotið þungan dóm fyrr á þessu ári. Þá var hann dæmdur í Bitcoin-málinu svokallaða. Málið snýst um tölvur sem var stolið úr þremur gagnaverum í desember 2017 og janúar 2018, en tölvurnar eiga að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Tölvurnar hafa aldrei fundist. Ekki er vitað hví Sindri er ekki enn kominn í fangelsi.

Sjö voru ákærðir í málinu, þar var Sindri sagður höfuðpaur. Matthías Jón Karlsson var dæmdur tveggja og hálfs árs fangelsi. Hafþór Logi Hlynsson hlaut tuttugu mánaða dóm. Pétur Stanislav Karlsson og Viktor Ingi Jónasson hlutu átján mánaða fangelsisdóm. Ívar Gylfason var dæmdur í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi og Kjartan Sveinarsson í sex mánaða fangelsi. Advania voru dæmdar 33 milljónir króna í miskabætur.

Sindri varð frægur hér á landi eftir að hann strauk úr gæsluvarðhaldi og flaug í sömu flugvél og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra til Svíþjóðar síðasta vor. Sindri var síðar handtekinn í Amsterdam.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stöðvaður með kannabis á Keflavíkurflugvelli: Var á leiðinni úr landi

Stöðvaður með kannabis á Keflavíkurflugvelli: Var á leiðinni úr landi
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ráðist á Íslendinga í Brighton – „Þetta var viðurstyggileg árás“

Ráðist á Íslendinga í Brighton – „Þetta var viðurstyggileg árás“
Fréttir
Í gær

Erlingi brugðið: Sakar samkeppnisaðila um klækjabrögð – Búnaður rifinn niður og þræðir slitnir í sundur

Erlingi brugðið: Sakar samkeppnisaðila um klækjabrögð – Búnaður rifinn niður og þræðir slitnir í sundur
Fréttir
Í gær

Atli Rafn freistar þess að fá að vita hverjar sökuðu hann um kynferðislega áreitni

Atli Rafn freistar þess að fá að vita hverjar sökuðu hann um kynferðislega áreitni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur B. borgarstjóri minnist Jónu Halldóru – „Engilinn á hjólinu“

Dagur B. borgarstjóri minnist Jónu Halldóru – „Engilinn á hjólinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nef- og höfuðkúpubrotinn eftir reiðhjólaslys

Nef- og höfuðkúpubrotinn eftir reiðhjólaslys