fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Stígamót ætla að kæra niðurfelld ofbeldismál til Mannréttindadómstóls Evrópu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 12. september 2019 15:13

Myndin tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stígamót, samtök gegn kynferðisofbeldi, vinna nú að því að kæra niðurfelld ofbeldismál til Mannréttindadómstóls Evrópu. Eiga samtökin í samvinnu við sex konur og einn lögfræðing um þetta. Samtökin hvetja fleiri konur til að bætast í hópinn en fundin hefur verið leið til að fjármagna málareksturinn. Tilkynning sem Stígamót hafa sent frá sér vegna málsins er eftirfarandi:

„Á Stígamótum erum við í samstarfi við sex konur og brilliant lögfræðing um að kæra niðurfelld ofbeldismál til mannréttindadómstóls Evrópu. Málin verða að hafa verið felld niður síðustu sex mánuði og það þarf að kæra niðurfellinguna til saksóknaraembættisins. Við viljum kortleggja mynstrið í niðurfellingunum og getum bætt konum í hópinn. Við höfum fundið leið til þess að fjármagna kærurnar þannig að konur eiga ekki að bera neinn kostnað af málarekstrinum, Þær gætu hins vegar fengið skaðabætur frá íslenska ríkinu, falli dómur í mannréttindadómstólnum. Endilega látið þetta berast til þeirra kvenna sem gætu viljað vera með. Því fleiri, því sterkari.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn á Reykjanesbraut undrandi: Brunaði fram úr löggunni á 150 kílómetra hraða

Lögreglumenn á Reykjanesbraut undrandi: Brunaði fram úr löggunni á 150 kílómetra hraða
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr var fluttur á spítala í síðustu viku: „Þá var ég orðinn alveg ruglaður“ –  Grét eins og barn

Jón Gnarr var fluttur á spítala í síðustu viku: „Þá var ég orðinn alveg ruglaður“ –  Grét eins og barn