fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Skaðabótakröfur á hendur Hatara hlaupa á milljónum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 11. september 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við leggjum fram gögnin og stefnuna og gagnaðili tekur við þeim, fær greinargerðarfrest og skilar svo greinargerð í framhaldinu. Málið er á frumstigi og þetta er fyrsta fyrirtaka,“ segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður Wiktoriu Joanna Ginter, sem stefnt hefur hljómsveitinni Hatara fyrir samningsbrot. Ólíklegt er að hljómsveitarmeðlimir birtist í þingsal á morgun en málið verður tekið fyrir í sal 102 í Héraðsdómi Reykjavíkur kl. 10 í fyrramálið. Málið er ekki komið á dagskrá dómstólsins þar sem þetta er aðeins fyrsta fyrirtaka.

Að sögn Sævars hlaupa kröfur Wiktoriu á hendur Hatara á milljónum króna en hann sagðist ekki hafa nákvæma tölu á reiðum höndum. Meðal gagna sem Wiktoria mun leggja fram í dómnum er samningur og tölvupóstsamskipti. Hatari voru bókaðir á tónlistarhátíðina Iceland to Poland í desember. Wiktoria segir að síðar hafi þeir neitað að koma fram á hátíðinni nema gegn hærri greiðslu en samningurinn kveður á um. Hátíðin var síðan haldin í Póllandi dagana 20. – 24. ágúst án þátttöku Hatara.

„Þeir eyðilögðu næstum hátíðina mína með græðgi sinni,“ sagði Wiktoria við DV í gærkvöld.

Ekki hefur tekist að ná samband við meðlimi Hatara við vinnslu þessara frétta en þess verður freistað.

Sjá einnig:

Hatari fyrir héraðsdóm á fimmtudag

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Í gær

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Í gær

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Í gær

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Í gær

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“
Fréttir
Í gær

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna