fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Galin hegðun ferðamanns við Skógafoss: „Það heimskasta sem ég hef séð“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. september 2019 11:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að hegðun ferðamanns við Skógafoss hafi vakið miklar umræður á samfélagsmiðlum eftir að myndir birtust af honum fáklæddum við brún fossins.

Myndin birtist fyrst á Facebook-síðunni Iceland Q&A í gærkvöldi og þá hefur henni verið deilt í Facebook-hópinn Bakland ferðaþjónustunnar.

„Hvað sem þú gerir, ekki vera þessi fáviti þegar þú heimsækir Ísland,“ segir Nora McMahon, sem birti myndina upphaflega á Iceland Q&A Facebook-síðunni. Nora segist hafa talið að hún yrði vitni að því að maðurinn færi niður fossinn, en sem betur fer kom ekki til þess.

Þá hafa talsverðar umræður verið um myndina á Baklandi ferðaþjónustunnar. „Þetta er það heimskasta sem ég hef séð,“ segir einn á meðan annar bætir við: „Þessi maður á ekkert með það að eyðileggja dag þeirra sem horfa á hann drepast.“

Aníta Björk Jóhannsdóttir Randíardóttir, landvörður í Dyrhólaey og Skógafossi, segir í samtali við RÚV að engin skilti séu á svæðinu sem beinlínis vara fólk við að fara í fossinn. Fossinn sé þó afgirtur og viðvörunarskilti séu til staðar. Þá segist Aníta aldrei hafa séð neitt í líkingu við þetta áður.

„Við höfum aldrei fengið neitt slíkt á okkar borð en fólk er alltaf að fara út fyrir merkingingar og girðingar og við grípum fólk við það margoft á dag en aldrei eitthvað líkt þessu. Þetta er svolítið ýkt og er náttúrúlega bara stórhættulegt,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt