fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Sveinn Gestur kominn með dagsleyfi – Varð manni að bana sumarið 2017 – „Fyllir okkur aðstandendur reiði og ótta“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. ágúst 2019 11:33

Sveinn Gestur Tryggvason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Gestur Tryggvason, sem sakfelldur var í tengslum við dauða Arnars Jónssonar Aspar, sem lést sumarið 2017, er kominn með dagsleyfi einu sinni í mánuði. Eftir um þrjá mánuði verður hann vistaður á áfangaheimili Verndar við Laugateig 19, sem þýðir að hann verður nánast frjáls ferða sinna fyrir utan að hann þarf að vera kominn á áfangaheimilið að kvöldi og sofa þar yfir nóttina. Eftir um eitt og hálft ár eða jafnvel fyrr má búast við því að hann verði kominn heim til sín með ökklaband. Þessar upplýsingar veitti Aðalsteinn Elíasson, tengdafaðir þolanda Sveins, en hann fékk þær frá Fangelsismálastofnun. Aðalsteinn og öll fjölskylda hins látna eru afar ósátt við þau úrræði sem Sveinn nýtur.

Atburðurinn átti sér stað 2. júní 2017. Arnar Jónsson Aspar lét þá lífið eftir líkamsárás nálægt heimili hans í Mosfellsdal. Alls sex manns fór þá að heimili Arnars, þar á meðal Trausti Lúthersson, en aðeins Sveinn var ákærður í málinu og hlaut hann sex ára fangelsisdóm fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða. Því skal haldið til haga að Sveinn var ekki ákærður né sakfelldur fyrir morð að yfirlögðu ráði og ekki heldur fyrir manndráp. Dómarar hafa því metið atvikið þannig að Sveinn hafi ekki ætlað að verða Arnari að bana.

Það hafði áhrif á dóminn að talið var að Arnar væri haldinn svokölluðu æsingaróráðsheilkenni og hafi það átt þátt í dauða hans.

Ótti og reiði gagntaka fjölskyldu hins látna

„Vinkona dóttur minnar sat við hliðina á honum á veitingastað. Hún flýtti sér að klára matinn og yfirgaf síðan staðinn. Dóttir mín hringdi í mig út af þessu grátandi. Hún veit ekki hvað hún á að gera. Það er svo mikill ótti í henni,“ segir Aðalsteinn Elíasson, tengdafaðir Arnars Jónssonar Aspar. Segir hann mikinn ótta og reiði ríkja hjá ástvinum hins látna. „Það fyllir okkur aðstandendur reiði og ótta að vita af þessum manni á almannafæri. Í fyrsta lagi var dómurinn allt of vægur,“ segir Aðalsteinn en hann er einnig þeirrar skoðunar að þeir sem verða öðrum að bana eigi að sitja af sér sína dóma í fangelsi.

Sem stendur mun Sveinn aðeins vera með dagsleyfi einu sinni í mánuði en sést hefur til hans á nokkrum stöðum. „Konan mín fullyrðir að fyrir nokkrum vikum hafi hún staðið við hlið hans í röð að kassa í IKEA, þar sem hún hélt á barnabarni okkar, dóttur Arnars heitins.“

Sem fyrr segir hlaut Sveinn sex ára dóm, þar af mun hann afplána fjögur ár. Tvö ár eru síðan glæpurinn var framinn. Af þessum fjórum árum er síðan hluti afplánaður utan fangelsis.

„Sveinn hélt áfram að berja hann eftir að hann var orðinn meðvitundarlaus“

Aðalsteinn gefur lítið fyrir kenninguna um hið svokallaða æsingaróráðsheilkenni, sem hafði áhrif á dóminn og víst er að þetta sjúkdómshugtak er umdeilt meðal sérfræðinga. Aðalsteinn, sem sat öll réttarhöldin, bendir á að þýskur sérfræðingur sem gaf álit sitt fyrir rétti hafi sagt að Arnar hefði getað látið lífið í árásinni þó að hann væri ekki með æsingaróráðsheilkenni.

Dánarorsökin var kyrking en Sveinn hélt Arnari í kverkataki. Örmyndbönd voru tekin af árásinni og fékk Aðalsteinn að líta þau. Er hann þeirrar skoðunar eftir að hafa séð þau að Sveini hafi mátt vera fullljóst að árásin gæti dregið Arnar til dauða. „Þessir vitleysingar tóku upp snapshot myndbönd og ég fékk að sjá þau öll. Þar er augljóst að tengdasonur minn er þegar látinn. Sveinn Gestur segir honum að grjóthalda kjafti, í öðru segir hann: Ætlarðu að vera með meiri kjaft. Myndavélinni er beint að honum blóðugum og þeir segja: Svona fer þegar þú ógnar okkur með vopnum. En þetta vopn var rörbútur sem Arnar hélt á. Það er líka fullsannað að Arnar hljóp undan þeim, þeir eltu hann uppi. Sveinn hélt áfram að berja hann eftir að hann var orðinn meðvitundarlaus, kýldi hann stanslaust í sjö mínútur,“  segir Aðalsteinn.

Málið hefur, eins og nærri má um geta, leikið fjölskylduna grátt. Móðir Arnars hefur aldrei náð sér. Aðalsteinn segir:

„Hún gekk upp götuna þegar þetta var yfirstaðið og horfði á son sinn dáinn. Síðan lagðist hún bara í þunglyndi. Hún hefur þrisvar lagst inn á Heilsuhælið í Hveragerði en núna liggur hún bara heima í þunglyndi. Þessi maður hefur eyðilagt líf hennar.“ 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Í gær

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri