fbpx
Föstudagur 18.september 2020
Fréttir

Allt fór vel fram

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 3. ágúst 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég ber blendnar tilfinningar til verslunarmannahelgarinnar í seinni tíð. Ég nenni ekki að þvæla börnunum mínum þvert yfir landið til þess eins að gista í tjaldi sem hugsanlega fýkur út í veður og vind. Bíða í röð eftir að komast á missnyrtilega kamra á tjaldsvæði. Borga morðfjár fyrir mat því nestið gleymdist úti í rigningunni. Vakna í þvölu og illa lyktandi tjaldi því ég hef ekki efni á betri íverustað. Ætli þetta sé ekki aldurinn að segja til sín? Því er ég fegin að ég nennti að leggja þetta á mig, með glöðu geði, á yngri árum.

Eins og þegar ég fór í fyrsta sinn sem „fullorðin“ á Þjóðhátíð í Eyjum. Það var árið 1999. Ég verð að játa að minnið er gloppótt. Þó ekki út af aldrinum heldur frekar vegna óhóflegrar áfengisneyslu. Það sem ég man er hins vegar allt gott. Móðir mín heilsteikti kjúkling fyrir mig áður en ég hélt í Herjólf svo ég myndi ekki eingöngu lifa á brennivíni. Ég var mjög þakklát fyrir það þegar ég vaknaði í gegnblautu tjaldinu á laugardagsmorgni. Skolaði kjúklingnum niður með hlandvolgu Bailey’s því ég átti ekki kókómjólk. Svo borgaði ég 5.000 kall fyrir tvær pítsusneiðar á Pizza 67. Hitti síðan kunningjakonu á sunnudagskvöldið. Þá var ég búin með áfengið en hún átti flösku af Absolut Citron vodka. Hvorug áttum við bland. Þannig að vodkinn var drukkinn „dry“. Ég gat ekki drukkið sódavatn með sítrónubragði í áratug á eftir. Djöfulli var gaman.

Næstu árin fylgdu fleiri útihátíðir. Galtalækur, Eldborg, Flúðir svo eitthvað sé nefnt. Alltaf var svo gaman. Einbeittur vilji til að flippa, hlæja, fíflast, drekka, syngja, brosa og dansa – alveg sama hvernig viðraði.

Ég er ein af þeim heppnu. Að geta rifjað upp allar þessar æðislegu stundir sem ég átti sem ungmenni um verslunarmannahelgi. En ég man líka eftir sjokkinu eftir hverja einustu hátíð við að heyra af öllu því sem var að gerast í kringum mig, sem var ekki jafn æðislegt. Hrottalegir, ofbeldisfullir, niðrandi og ógeðslegir atburðir gerðust – jafnvel bara í næsta tjaldi við mig – á meðan ég flippaði, hló, fíflaðist, drakk, söng, brosti og dansaði.

Það hefur verið lenskan að gera þessi atvik minni en þau eru. Fegra aðstæður. Til að skemma ekki gamanið fyrir fólki eins og mér. Allt fór vel fram. Svona fyrir utan þessar níu nauðganir. Samt fór allt vel fram.

Og nú er hún komin enn á ný, þessi verslunarmannahelgi. Sem á að vera skemmtileg. Það á að vera gaman. Maður á að geta ruglað og bullað og drukkið (eða ekki) og djammað hvort sem maður er í tjaldi eða hjólhýsi, pollagalla eða pinnahælum, einn á vappi eða öskrandi úr sér lungun í fjöldasöng.

Ég ætla ekki að biðja ykkur, kæru lesendur, að ganga hægt inn um gleðinnar dyr. Gangið ofsalega hratt inn um þessar gleðidyr og skemmtið ykkur stórkostlega vel, hvar sem þið eruð. Við ykkur hin, sem ætlið eingöngu að mæta til að meiða, særa, úthúða, lemja og niðurlægja, vil ég einfaldlega segja: Þið megið bara endilega fokka ykkur.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Skammar Solskjær
Fréttir
Í gær

Sæðisbanki í Reykjavík auglýsir eftir sæðisgjöfum – „Gefðu gjöf í dag“

Sæðisbanki í Reykjavík auglýsir eftir sæðisgjöfum – „Gefðu gjöf í dag“
Fréttir
Í gær

Tug milljóna króna tjón viðskiptavina Landsbankans vegna ástarsvika

Tug milljóna króna tjón viðskiptavina Landsbankans vegna ástarsvika
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Smit á tveimur íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk

Smit á tveimur íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hefur þjóðin að segja – „Fullur af skömm og viðbjóði yfir því að vera Íslendingur“

Þetta hefur þjóðin að segja – „Fullur af skömm og viðbjóði yfir því að vera Íslendingur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egypska fjölskyldan finnst ekki

Egypska fjölskyldan finnst ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Illskan hefur sigrað“ – „Því mun fylgja frekari áföll og örvænting um árabil“

„Illskan hefur sigrað“ – „Því mun fylgja frekari áföll og örvænting um árabil“