fbpx
Laugardagur 21.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Átta nauðgunarmál til rannsóknar á Suðurnesjum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 24. ágúst 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls voru 42 kynferðisbrot tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum á síðasta ári, þar af átta nauðganir. Þetta kemur fram í ársskýrslu embættisins og segir þar að rannsóknir kynferðisbrota geta verið flóknar, tímafrekar og erfiðar. Segir að að rannsóknir á „rafrænum gagnavörslum“ af ýmsu tagi sé alltaf að verða umfangsmeiri, svo sem minnislyklum, farsímum og gögnum sem eru geymd í skýjum. Lögreglunni gefist þannig kostur á að rekja ferlið með mjög afmörkuðum hætti. En að sama skapi hefur þessi mikla gagnavarsla nýst við að upplýsa mál þar sem lögreglu gefst með þessum hætti kostur á að rekja feril brotanna með mjög afmörkuðum hætti.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur sett sér það markmið að ljúka rannsókn tiltekinna forgangsmála, samkvæmt fyrirmælum, á innan við 60 dögum.

Fimmtíu heimilisofbeldismál

Á árinu 2018 voru skráð níu stórfelld fíkniefnabrot. Í tengslum við rannsókn þessara mála voru haldlögð 17.345,67 kg. af sterkum fíkniefnum. Þar af voru 12.485,71 kg. af kókaíni og 1.750 ml. af amfetamínvökva, Úr þessu magni af amfetamínvökva er hægt að framleiða 4.859,96 af amfetamíni í neysluskömmtum samkvæmt rannsóknarstofu Háskóla Íslands.

Einnig var lagt hald á 4.859,96 kg af hassi. Samtals 156 mál voru til afgreiðslu hjá lögreglunni á Suðurnesjum sem varða brot gegn lögum um ávana- og fíkniefnum nr. 65/1974. Mál sem falla undir lögin teljast til minniháttar mála þar sem magn haldlagðra fíkniefna er minnháttar í hverju máli fyrir sig. Við rannsókn þessara mála voru meðal annars haldlögð 932,44 gr. af kókaíni, 353,18 gr. af amfetamíni, 267,78 gr. af ectasy, 1.328,83 gr. af kannabisefnum og 1.494 töflur af sterkum læknalyfjum.

Alls komu upp 50 heimilisofbeldismál á árinu en hafa þarf í huga að í einu máli kunna að vera skráð mörg brot til dæmis ef sakborningar eru margir. Ljóst er að þörfin fyrir markviss afskipti og vandaða málsmeðferð lögreglu í heimilisofbeldismálum er skýr. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að nítján mál sem flokka mætti undir netglæpi hafi komið upp. Ellefu mál vörðuðu fjársvik á vefsíðum eins og Facebook og bland.is og eitt áreiti á samfélagsmiðlum.

Metár í fölsunarmálum

Þá vekur athygli að 21 tókst að fara með ólögmætum hætti um ytri landamæri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Hlutfall þeirra sem tókst ætlunarverkið er hærra en það var á síðasta ári. „Ástæðan kann að vera aukið álag á deildina vegna fjölgunar farþega á sama tíma og starfsmönnum hefur ekki fjölgað nægilega mikið til að hægt sé að sinna farþegalistagreiningu.“

Í skýrslunni kemur fram að 789 af 71 þjóðerni hafi sótt um alþjóðlega vernd hér á landi á síðasta ári. Flestir voru frá Írak og Albaníu. Þá fjölgaði verkefnum vegabréfarannsóknarstofunnar verulega, metár var fölsunarmálum í flugstöðinni auk þess beiðnum frá öðrum embættum og stofnunum fjölgaði mikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Logi skilinn

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísland í dag sagt áróður fyrir elítuna: „Ég gubbaði upp í mig“

Ísland í dag sagt áróður fyrir elítuna: „Ég gubbaði upp í mig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svavar Knútur: „Aldrei má bara bæta kjör fólks án þess að klípa af því á móti“

Svavar Knútur: „Aldrei má bara bæta kjör fólks án þess að klípa af því á móti“