fbpx
Mánudagur 23.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Sandkorn

Kennarasleikjan

Fréttir

Þorvaldur vill ekki sjá vindmyllur á Íslandi: „Sjást úr margra tuga kílómetra fjarlægð“ – Hærri en Hallgrímskirkja

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. ágúst 2019 16:00

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vindmylluturnarnir rísa hátt til himins og sjást úr margra tuga kílómetra fjarlægð. Hallgrímskirkja í Reykjavík er 45 metrar á hæð. Vindmylluturnarnir eru 77 metra og allt upp í 135 metra háir,“ segir Þorvaldur Friðriksson, fyrrverandi fréttamaður á RÚV, í grein sem hann skrifar í Morgunblaðið í dag.

Nokkuð hefur rætt um vindmyllur á Íslandi en áform eru uppi um að nota þær til raforkuframleiðslu. Bendir Þorvaldur á úttekt Morgunblaðsins fyrir skemmstu þar sem fram kom að áform séu uppi um að reisa mörg hundruð vindmyllur víða um land. Hér sé um að ræða bæði innlend og erlend fyrirtæki. Þó að um græna orku sé að ræða hefur Þorvaldur ákveðnar efasemdir um ágæti þess að reisa vindmyllur á Íslandi.

„Þetta virðist þeim mun eftirsóknarverðara og auðveldara í framkvæmd sem engin lög eru til á Íslandi um vindorku. Fari þetta fram sem horfir verður þetta stórfellt og mjög umfangsmikið inngrip í náttúru Íslands og breyting á ásýnd landsins,“ segir Þorvaldur og nefnir hæð þeirra.

„Því hærri sem þeir eru þeim mun meiri er framleiðslugeta þeirra sögð vera. Þessir risar með spaða sem snúast í það óendanlega með dynkjum og skuggavarpi rísa ekki einn og einn yfir mela og móa nei heldur verða þeir tugum og hundruðum saman í stórum fylkingum. Áberandi mannvirki sem ber við himin og munu setja mark sitt á umhverfið. Þessi mannvirki kalla virkjunarmenn vindmyllulundi eða vindmyllugarða.“

Þorvaldur bendir svo á að Landsvirkjun vilji reisa vindmyllulundi við Búrfell og Blöndu. Þar sé talað um að reisa yfir 100 vindmyllur. Þá segir Þorvaldur að þrjú vindmylluver séu boðuð í Dalasýslu og í Laxárdal vilji fyrirtækið Quadran Iceland Development reisa 27 vindmyllur sem verða allt að 115 metrar á hæð. Nefnir Þorvaldur mun fleiri dæmi, til dæmis í Garpsdal við Gilsfjörð og á Hengilsvæðinu þar sem hugmyndir eru uppi um að reisa vindmyllur.

„Ljóst er að margir sjá mikla gróðavon í rafmagni sem framleiða má með vindi. Vindurinn er jú alls staðar og eyðibýlin mörg og jarðir þar sem erfitt er að afla tekna með hefðbundnum búskap. Fátæk fámenn byggðarlög eiga erfitt með að standa gegn þrýstingi og gylliboðum orkufyrirtækjanna. Nú þegar tekur tugur orkufyrirtækja þátt í kapphlaupinu og þeim fjölgar hratt sem hafa augastað á landi á hálendi Íslands, í sveitum og við sjó og vilja reisa þar vindmylluturna. Íslendingar eiga nóga orku og nota einungis 5% alls þess rafmagns sem framleitt er með virkjun náttúruauðlinda í landinu. Stærstur hlutinn hefur verið fenginn erlendum stóriðjufyrirtækjum við vægu verði. Því vekur furðu fullyrðing forstjóra Landsnets um yfirvofandi orkuskort og að innan örfárra ára geti þurft að skammta rafmagn til heimilanna á Íslandi.“

Þorvaldur segir að með slíkum „hræðsluáróðri“ sé hugsanlega verið að undirbúa jarðveginn fyrir stórfellda sókn vindmyllufyrirtækjanna sem rekin eru með gróða að leiðarljósi.

„Vindmyllufyrirtækin ætla að selja orku, kannski inn á sameiginlegan markað Evrópusambandsins þar sem verðið er fjórfalt hærra en á Íslandi. Og þá þarf að hafa dugmikla þingmenn til þess að samþykkja orkupakka 3 og síðan að leggja sæstreng. Getur verið að vindmyllufárið og hugmyndir um að færa Landsvirkjun og alla orkuauðlindina úr almannaeigu tengist slíkum fyrirætlunum? Rísi vindmyllugarðar og vindmyllulundir svo sem horfir er fórnarkostnaðurinn sú ómetanlega auðlind sem felst í ásýnd náttúru landsins, fjöllum og firnindum, dölum, fjörðum og eyjum, sjónræn fegurð sem engan á sinn líka og sem fólk hvaðanæva úr heiminum kemur til að sjá og upplifa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kennarasleikjan
Fréttir
Í gær

Hildur hjólar í BA-ritgerð Marínar Möndu – „Er hægt að útskrifast úr öllum íslenskum háskólum með svona vinnubrögðum?“

Hildur hjólar í BA-ritgerð Marínar Möndu – „Er hægt að útskrifast úr öllum íslenskum háskólum með svona vinnubrögðum?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hatari greiðir ekki sektina

Hatari greiðir ekki sektina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

 „Fólk er að vakna og sjá hvar kúkurinn er farinn að fljóta í þessu kerfi“

 „Fólk er að vakna og sjá hvar kúkurinn er farinn að fljóta í þessu kerfi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín skrifar átakanlegt bréf frá íslenska ríkinu til Guðjóns: „Ég bið þig að fyrirgefa“

Katrín skrifar átakanlegt bréf frá íslenska ríkinu til Guðjóns: „Ég bið þig að fyrirgefa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkið krefst sýknu af bótakröfum Guðjóns Skarphéðinssonar – Krefur Guðjón einnig um málskostnað

Ríkið krefst sýknu af bótakröfum Guðjóns Skarphéðinssonar – Krefur Guðjón einnig um málskostnað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hér búa barnaníðingarnir – DV birtir kort

Hér búa barnaníðingarnir – DV birtir kort
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ísland í dag sagt áróður fyrir elítuna: „Ég gubbaði upp í mig“

Ísland í dag sagt áróður fyrir elítuna: „Ég gubbaði upp í mig“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Svavar Knútur: „Aldrei má bara bæta kjör fólks án þess að klípa af því á móti“

Svavar Knútur: „Aldrei má bara bæta kjör fólks án þess að klípa af því á móti“