fbpx
Mánudagur 23.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Sýruárás í Múlahverfi – „Mér finnst þetta viðbragðsleysi stórundarlegt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 23. ágúst 2019 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýru var skvett inn um glugga að kjallaraherbergi í fjölbýlishúsi í Múlahverfinu á aðfaranótt þriðjudags. Vökvinn eitraði lenti nær allur á sæng íbúans en hann varð ekki fyrir honum sjalfur og hann sakaði ekki. Íbúi í húsinu undrast máttlítil viðbrögð lögreglu og heilbrigðiseftirlitsins við atburðinum og telur að ef sambærilegt atvik hefði átt sér stað víða erlendis hefði húsið verið rýmt þar til komist væri til botns í því hvers konar efni hér var á ferðinni.

Íbúi í húsinu sem setti sig í samband við DV vegna málsins á ekki umrætt kjallaraherbergi en það tilheyrir annarri íbúð. Bæði sú íbúð og kjallaraherbergið eru leigð út. Sem fyrr segir er íbúinn undrandi yfir litlum áhuga lögreglu og Heilbrigðiseftirlitsins á málinu:

„Strákurinn sem bý þarna hafði samband við lögreglu þegar hann var vaknaður um hádegi á þriðudaginn. Ekkert gerðst í kjölfarið og á fimmtudaginn var ég orðinn mjög undrandi á því að lögregla hefið ekki látið sjá sig á staðnum. Ég hringdi í því aftur í lögregluna og þá komu þeir hingað og stöldruðu við í nokkrar mínútur. Þeir fullyrtu að þetta væri eiturefni. Þegar þeir koma niður á lögreglustöð aftur þá finna þeir lyktina í sínum fatnaði og í lögreglubílnum. Þeir hringdu í heilbrigðiseftirlitið sem sendi fulltrúa hingað. Hann staðfesti að þetta væri eiturefni en gat ekkert sagt til um hvaða eiturefni. Enginn aðili fór í það að fá úr því skorið hvers konar eiturefni þetta væri  heldur var okkur íbúunum ráðlagt að tala við verkfræðistofu til að láta efnagreina þetta og hringja í þrifafyrirtæki til að þrífa húsið,“ segir íbúinn og undrast þessi kæruleysislegu viðbrögð.

„Mér finnst þetta viðbragðsleysi stórundarlegt. Að á meðan enginn hefur hugmynd um hvort þetta er hættulegt innöndunar eða ekki þá skuli ekki lögregla, heilbrigðiseftirlit að slökkvilið láta tæma húsið.“

Óþægindi í lungum og hausverkur í tvo daga

Íbúinn segist hafa fengið óþægindi í lungu og verið með hausverk í tvo daga vegna efnisins. Lyktin er síðan mjög þrálát og smýgur í allt. „Fulltrúinn frá Heilbrigðiseftirlitinu gerði lítið út þessu og sagði að þetta væri ekki svo sterk lykt. Hún er vissulega ekki sterk hún er mjög þrálát, hún er úti um allt, hún er alltumlykjnadi og þú venst henni aldrei.“

Lyktin er viðloðandi í stigaganginum, í þvottahúsinu og öllum íbúðum hússins. Núna er verið að finna út úr því hvaða aðili eigi að þrífa allt húsið og hverjir eigi að greiða fyrir það, en tryggingar greiða ekki þann kostnað þar sem þetta var skemmdar verk.

Íbúinn telur að árásin hafi verið einhvers konar hefnd vegna ógreiddar fíkniefnaskuldar. Íbúinn í kjallaraherberginu sé í óreglu. Hann telur að málið sé í einhvers konar rannsóknarfarvegi hjá lögreglu en leigjandi kjallaraherbergisins mun hafa getað veitt henni upplýsingar um hverjir voru hér að verki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kennarasleikjan
Fréttir
Í gær

Hildur hjólar í BA-ritgerð Marínar Möndu – „Er hægt að útskrifast úr öllum íslenskum háskólum með svona vinnubrögðum?“

Hildur hjólar í BA-ritgerð Marínar Möndu – „Er hægt að útskrifast úr öllum íslenskum háskólum með svona vinnubrögðum?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hatari greiðir ekki sektina

Hatari greiðir ekki sektina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

 „Fólk er að vakna og sjá hvar kúkurinn er farinn að fljóta í þessu kerfi“

 „Fólk er að vakna og sjá hvar kúkurinn er farinn að fljóta í þessu kerfi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín skrifar átakanlegt bréf frá íslenska ríkinu til Guðjóns: „Ég bið þig að fyrirgefa“

Katrín skrifar átakanlegt bréf frá íslenska ríkinu til Guðjóns: „Ég bið þig að fyrirgefa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkið krefst sýknu af bótakröfum Guðjóns Skarphéðinssonar – Krefur Guðjón einnig um málskostnað

Ríkið krefst sýknu af bótakröfum Guðjóns Skarphéðinssonar – Krefur Guðjón einnig um málskostnað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hér búa barnaníðingarnir – DV birtir kort

Hér búa barnaníðingarnir – DV birtir kort
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ísland í dag sagt áróður fyrir elítuna: „Ég gubbaði upp í mig“

Ísland í dag sagt áróður fyrir elítuna: „Ég gubbaði upp í mig“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Svavar Knútur: „Aldrei má bara bæta kjör fólks án þess að klípa af því á móti“

Svavar Knútur: „Aldrei má bara bæta kjör fólks án þess að klípa af því á móti“