fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skólaði andstæðing Gleðigöngunnar á Twitter

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. ágúst 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að svar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn huldumanns um Gleðigönguna hafi slegið í gegn á Twitter. Þann 16. ágúst síðastliðinn fann íslenskur notandi sem kallar sig H. Hafsteinz að framkvæmd gleðigöngunnar og beindi spurningu sinni að lögreglunni. Í gær svaraði svo starfsmaður lögreglunnar kurteislega en ákveðið og uppskar fjölda læka.

„Hvernig stendur á því að @logreglan heimilar lögbrot fyrir @ReykjavikPride í @teykjavik Það er nefnilega bannað að aka um með fólk á vörubílspalli og ekki í öryggisbelti -alla daga ársins, undantekningalaust. Farþegafjöldinn er skráður í skráningarskírteini ökutækja. Ekki flókið,“ skrifaði fyrrnefndur H. Hafsteinz.

Lögregla benti honum á að bæði væri allt við framkvæmd Gleðigöngunnar löglegt og hegðun hans væri ekki til fyrirmyndar. „Sæll H. Það er heimild til þess að leyfa slíkan akstur á lokuðum svæðum. Það er leiðinlegur ávani að vera alltaf að gera lítið úr störfum annarra og reyna að finna að. Framkvæmdin á þessu er fagleg og styðst við lög,“ skrifaði lögreglan.

Maðurinn var þó ekki að baki dottinn og virtist telja lögregluna einhverskonar riddara rétttrúnaðar. „Sæll, óþarfi að taka upp fórnalambsspilið. Það að túlka götur lokað svæði er á gráu svæði. Ertu með tilvísun í lög eða reglugerðina? Svipaður akstur var nefnilega bannaður í Vestmannaeyjum yfir þjóðhátíð fyrir nokkrum árum! Er hægt að fá að sjá leyfisbréfið ykkar til göngumanna?“ skrifaði H. Hafsteinz.

Lögreglan svaraði fyrir sig og sagði: „Þetta er enginn fórnarlamba stimpill – þetta er bara ábending um að við séum að vinna vinnuna okkar og okkar mat er að þetta rúmist innan laga og reglna. Það er ekki ein grein í lögum sem snýr að þessu. Munurinn á Vestmannaeyjum er sá að þetta er á lokuðu svæði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi