fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Geirdís gaf barn sitt vegna fátæktar – „Ég veit hvað það kostar að ala upp barn“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 23. ágúst 2019 13:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tölublaði Stundarinnar frá því í morgun birtist viðtal við Geirdísi Hönnu Kristjánsdóttur, en hún hefur glímt við fátækt um margra ára skeið. Í viðtalinu segir hún frá lífshlaupi sínu sem hefur stundum verið ansi átakanlegt. Hún segist hafa gefið eitt barn sitt til ættleiðingar þar sem hún sá fram á að hún myndi ekki hafa efni á að ala barnið upp sjálf.

Geirdís segir í viðtalinu frá erfiðri æsku sinni, einelti sem hún varð fyrir og kynferðislegi misnotkun af hendi fullorðins manns á meðan hún var barn.

„Hann færði sig upp á skaftið þegar ég var á unglingsaldri og þá fór þetta að verða alvarlegra og hann fór að hafa samræði við mig. Ég var með mjög brenglaðar hugmyndir um hvernig kynlíf ætti að vera og kom með mjög skekkta mynd af því inn í unglings- og fullorðinsár.“

Geirdís segir frá þeim samböndum sem hún hefur verið í og barneignunum sem fylgdu þeim, en hún er fjögurra barna móðir.

Eitt samband sitt segir hún hafa einkennst af kúgun og stjórnsemi maka síns. En hún segir það samband hafa endað með líkamlegum átökum.

„Við vorum ekki búin að vera lengi saman þegar ég varð ófrísk og það tók mig langan tíma að ákveða hvort ég ætlaði að eiga barnið eða ekki. Ég lét að lokum enda meðgönguna. Það var rosalega erfitt og rosalega sárt. Það í raun og veru setti tóninn fyrir restina af sambandi okkar vegna þess að maðurinn vildi ekki að ég færi í þessa aðgerð og í raun og veru refsaði mér fyrir það.“

Geirdís segir að fjárhagsleg mál sín hafi verið erfið og oft fórnað eigin þörfum fyrir börin sín. Hún hafi gert sitt besta til að gera líf barna sinna sem eðlilegast, þó það hafi verið erfitt.

Hún segir líka frá því þegar hún var aftur ófrísk, en ákvað þá að gefa barnið til ættleiðingar.

„Ég vildi gefa barnið vegna þess að ég veit hvað það kostar að ala upp barn og fyrir manneskju sem nær ekki endum saman þá er einn auka munnur að metta svolítið mikið.“

Geirdís segir þó að hún sé í sambandi við barnið og foreldrana í dag og mæti meðal annars í afmæli þess.

Í viðtalinu kemur fram að Geirdís glími við raskanir og sjúkdóma, hún er öryrki sem hefur glímt við þunglyndi, áfallastreituröskun og með vefjagigt, en hún segir sjálfsmynd sína mölbrotna. Í dag býr Geirdís í bíl.

Mig hefur margoft langað að gefast upp á lífinu. Margoft. Og það var síðast í fyrravetur. Þá var ég ansi hætt komin en ég gefst ekki upp svo auðveldlega upp og ég er búin að halda mér á lífi fyrir börnin mín auk þess sem fólkið sem stendur mér næst hefur sagt að ég hafi tilgang og að verkefni mínu sé ekki lokið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“