Föstudagur 21.febrúar 2020
Fréttir

49 íbúar samþykkja en einn rekur mál sitt fyrir dómstólum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 23. ágúst 2019 17:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félag eldri borgara hefur sent frá sér fréttatilkynningu þess efnis að vel gangi að semja við kaupendur íbúða í Árskógum um aukagreiðslur miðað við upphaflega kaupsamninga, þar sem kostnaður var yfir áætlun. Mikið hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum. Það virtist í hnút fyrir skömmu þar til FEB kom fram með tilboð þar sem farið var fram á lægri aukagreiðslu en áður hafði verið boðað. Tilkynningin er eftirfarandi:

49 núverandi og verðandi íbúar í Árskógum hafa nú lýst því yfir að þeir séu samþykkir tilboði Félags eldri borgara. 45 hafa þegar skrifað undir skilmálabreytingu þess efnis en fjórir til viðbótar, sem allir eiga það sameiginlegt að dvelja utan höfuðborgarsvæðisins, hyggjast gera sér ferð til að skrifa undir á næstunni. Þá hafa allir nema tveir af þeim 33 sem voru með afhendingardag á íbúð í lok júlí samþykkt að greiða hækkað verð, en einn á eftir að skrifa undir. Enn á eftir ræða við 10 kaupendur, en illa hefur gengið að ná í suma þeirra.

Eftir meðbyr síðustu daga er Félag eldri borgara orðið bjartsýnt á að nær allir samþykki aukagreiðsluna. Þá vonast stjórn félagsins til að dómari í máli kaupandans sem ekki hefur viljað samþykkja aukagreiðsluna, úrskurði félaginu í hag.

Eins og áður hefur komið fram þá þurfti Félag eldri borgara um síðustu mánaðarmót að bregðast við mistökum sem urðu við útreikninga á kostnaðarverði bygginganna í Árskógum og við gerð kaupsamninga vegn aþeirra. Félagið fór fram á aukagreiðslu vegna þess að kostnaðarverðið varð nokkru hærra en kom fram í kaupsamningum sem gerðir höfðu verið. Bauð félagið síðar umtalsverðan afslátt frá áður kynntri hækkun (tæplega 40%), sem fékkst með samkomulagi um niðurfellingu á hluta kostnaðar við fjármögnun verkefnisins annars vegar og byggingarkostnaði þess hins vegar.

Félag eldri borgara vísar því alfarið á bug, sem fram hefur komið hjá lögmanni í fréttum, að félagið hafi sýnt af sér óbilgirni í samningaviðræðum við þá kaupendur tveggja íbúða í Árskógum, sem höfðað höfðu mál gegn félaginu. Félagið hefur þvert á móti lagt alla áherslu á að ljúka málinu með sátt, með þeim fyrirvara þó að sáttin feli ekki í sér óeðlilega mismunun á milli verðandi íbúa húsanna.

Mikilvægt er að fram komi að báðir þeir aðilar, sem félagið var í viðræðum við vegna innsetningarmála fyrir héraðsdómi, fengu báðir sams konar tilboð um sátt. Annar aðilinn sleit viðræðum við félagið, þar sem hann gat ekki fellt sig við skilmálabreytinguna sem 49 aðrir kaupendur í Árskógum hafa nú samþykkt. Hinn aðilinn gekk að tilboði félagins á miðvikudag og felldi mál sitt niður.

Nýtti kauprétt til að forða gjaldþroti vegna málsóknar eins kaupanda
Félagið hefur nú þegar nýtt kauprétt sinn á umræddri íbúð, samkvæmt kvöð sem þinglýst er á Árskóga 1-3 og vísað er til í kaupsamningum og úthlutunarreglum félagsins. Um er að ræða þrautarlausn til að varna því að málsókn kaupandans, nái hún fram að ganga, setji félagið í þrot. Aðgerð félagsins byggir á þeim sama kaupsamningi og deilt er um og er studd bæði óháðu lögfræðiáliti og fjölmörgum málsástæðum sem fram koma í greinargerð félagsins sem lögð var fram við fyrirtöku málsins í héraðsdómi í morgun.

Það hefði verið óskandi ef báðum þessum málum hefði lokið með samkomulagi en því miður var aðeins annar aðilinn tilbúinn til að fallast á sáttatilboð sem byggði á jafnræði þeirra beggja.

Óvissunni ljúki sem fyrst
Von Félags eldri borgara stendur til að meðferð málsins fyrir dómstólum taki skamman tíma og að óvissunni ljúki sem fyrst. Félag eldri borgara vill að endingu koma á framfæri þakklæti til allra sem komið hafa til móts við félagið í þessari erfiðu stöðu sem uppi er í málefnum Árskóga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ríkislögmaður heldur nöfnum tveggja vitna í máli Guðjóns Skarphéðinssonar leyndum

Ríkislögmaður heldur nöfnum tveggja vitna í máli Guðjóns Skarphéðinssonar leyndum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stunguárás á Kvíabryggju – Heimildarmaður DV segir árásina hrottalega

Stunguárás á Kvíabryggju – Heimildarmaður DV segir árásina hrottalega
Fréttir
Í gær

Kínverjar færðu Melrakkasetrinu stóra peningagjöf – Enginn vill skipta peningunum

Kínverjar færðu Melrakkasetrinu stóra peningagjöf – Enginn vill skipta peningunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umferðarslys á Kjalarnesi

Umferðarslys á Kjalarnesi