Miðvikudagur 20.nóvember 2019
FréttirKynning

Klifrað til að kynnast fólki

Kynning
Harpa Rùn Kristjánsdòttir
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 10:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benjamin Mokry kom til Íslands frá Þýskalandi fyrir um 18 árum síðan. Það getur verið snúið að aðlagast nýju samfélagi, en eftir að Benjamin kynntist Klifurhúsinu varð ekki aftur snúið.

Kynntist samfélaginu gegnum klifur

„Á þessum tíma var ég ekki í neinu klifurfélagi. Í Klifurhúsinu var ég strax boðinn velkominn og tekið opnum örmum. Þar kynntist ég meðal annars besta vini mínum,“ segir Benjamin sem er í dag einn af aðal klifrurum Klifurhússins. Hann segir einskonar fjölskyldustemningu ríkja þar inni, allir tilbúnir að hjálpa öllum óháð færni.

„Þegar ég byrjaði þá leit maður upp til þeirra bestu og lét sig dreyma um að verða jafn góður og þeir. En það voru alltaf allir til í að kenna. Það góða við svona hús er að allir geta sest saman og spjallað smá og klifrað svo hver sína leið.“

Klifur fyrir byrjendur og lengra komin

Klifurhúsið býður uppá námskeið fyrir alla aldurshópa, frá 5 ára og uppúr. „Það er skipt í hópa eins og í öðrum íþróttagreinum en strákar og stelpur klifra alltaf saman,“ segir Benjamín.

Fullorðnir geta síðan sótt grunnnámskeiðið Klifur – 1, sem er ætlað byrjendum, en einnig eru fjölbreytt námskeið fyrir lengra komin.

„Klifur – 1 tekur á öllum helstu grunnatriðum. Ég mæli samt alltaf með að fólk komi fyrst, leigi sér skó og prófi aðeins sjálft, áður en það kaupir sér heilt námskeið,“ segir Benjamín og bætir við að starfsfólk og klifrarar í klifurhúsinu séu iðulega auðfús til þess að hjálpa og segja til. Stakur tími með leigu á skóm kostar 1800 kr.

Yfir vetrar tímann er boðið uppá byrjendakvöld tvisvar í mánuði. Þar er þjálfari á staðnum sem fer yfir helstu grunnatriði klifurs, kennir fólki á veggina og einföldustu tækni.

Grjótglíman vinsælust

Í Klifurhúsinu er mest fengist við hefðbundna grjótglímu sem krefst ekki mikils útbúnaðar. Hægt er að leigja skó og allan annan útbúnað á staðnum.

Einnig er hægt að klifra með línu en það krefst þess vera tvö og tvö saman. „Línan kostar aðeins meira en á móti kemur að fólk er þá saman og getur deilt henni“, segir Benjamín.

Fjölskyldan klifrar saman – krakkarnir klárastir

Um helgar býður Klifurhúsið uppá fjölskyldutíma milli 12 og 15. Þá gefst fjölskyldum kostur á að koma saman og leigja skó og prófa klifur fyrir einungis 800 kr. á mann.

„Þetta er reglulega skemmtileg upplifun fyrir alla fjölskylduna,“ segir Benjamín. „Börn eru á ábyrgð foreldra sinna en krakkarnir eru gjarnan fljótari að ná tökum á klifrinu en þeir sem eldri eru“.

Alltaf með klifurskóna í ferðatöskunni

Sjálfur segist Benjamín sækja í að klifra þegar hann ferðast um heiminn. „Ég hef búið bæði í Svíþjóð og Danmörku og í bæði skiptin kynntist ég samfélaginu með því að fara í klifur. Það eru frábær klifurhús víða í heiminum og skemmtilegt að prófa nýja veggi þegar maður er þar á ferð.“

Það sama virðist vera uppi á teningnum á Íslandi því Benjamín kynnist gjarnan ferðamönnum sem koma til Íslands meðal annars til að kynnast klifurmenningunni hér. „Ég hitti Kanadamann sem klifrar mikið í Montreal um daginn. Við ætlum saman í útiklifur á næstunni, meðan hann dvelur hér á landi,“ segir Benjamín sem enn er að eignast nýja vini gegnum þessa hollu hreyfingu.

Einstaklingar og hópar ættu því að eiga auðvelt með að finna eitthvað við sitt hæfi í Klifurhúsinu, þar sem ný vinasambönd eru sí og æ að myndast.

Klifurhúsið
Ármúla 23
www.klifurhusid.is
s. 553-9455

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Falinn gimsteinn í Kolaportinu: Skartgripir úr smiðju Sigal Har-Meshi eiga aðdáendur allan heim

Falinn gimsteinn í Kolaportinu: Skartgripir úr smiðju Sigal Har-Meshi eiga aðdáendur allan heim
Kynning
Fyrir 1 viku

Eitthvað fyrir alla í Pole Sport Heilsurækt

Eitthvað fyrir alla í Pole Sport Heilsurækt
Kynning
Fyrir 1 viku

Vinnur með þjóðararfinn og íslenska náttúru í fallegri hönnunarlínu Krums

Vinnur með þjóðararfinn og íslenska náttúru í fallegri hönnunarlínu Krums
Kynning
Fyrir 1 viku

Íslendingar velja endurnýttar jólagjafir fyrir umhverfið!

Íslendingar velja endurnýttar jólagjafir fyrir umhverfið!
Kynning
Fyrir 2 vikum

11 þúsund miðar seldir á Kardemommubænum!

11 þúsund miðar seldir á Kardemommubænum!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Raftækjadagar í Byggt og búið: 10-50% AFSLÁTTUR Á ÖLLUM RAFTÆKJUM!

Raftækjadagar í Byggt og búið: 10-50% AFSLÁTTUR Á ÖLLUM RAFTÆKJUM!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Íslenskur hamborgari á lista yfir bestu borgara heims!

Íslenskur hamborgari á lista yfir bestu borgara heims!
Kynning
Fyrir 3 vikum

Atómstöðin – endurlit, frumsýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins föstudaginn 1. nóvember 

Atómstöðin – endurlit, frumsýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins föstudaginn 1. nóvember