Miðvikudagur 19.febrúar 2020
Fréttir

Hópur öryrkja fer á hjólastólum frá Kambabrún að Skógarfossi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 13:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur öryrkja sem kallar sig Ferðabæklingana stendur fyrir sérstöku átaki á sunnudag, þar sem farið verður í hjólastólum frá Kambrabrún að Skógarfossi. Þar ætlar fólkið að skríða upp á útsýnispallinn við topp fossins og kveikja á kertum þar.

Aðalhvatamaður verkefnisins er Maríanna Vilbergs Hafsteinsdóttir sem er langt gengin með MS sjúkdóminn. Á hún erfitt með tal, sjón og jafnvægi, auk þess að vera lömuð fyrir neðan mitti.

Hópurinn lætur sig kjör öryrkja skipta en leggur áherslu á að hér séu ekki um mótmælaaðgerðir að ræða. Safnað er áheitum á eftirfarandi reikning:

Reikningsnúmerið okkar er 515-14-2323

Kt. 220272-5409

Ágóðinn rennur til fjármögnunar á hjálpartækjum fyrir þá sem hafa fengið höfnun frá ríkisstofnunum.

Ferðabæklingarnir hafa sent frá sér eftirfarandi tilkynningu um málið:

Við erum hópur af öryrkjum sem köllum okkur Ferðabæklinga, við stöndum (og sitjum) fyrir réttindum eldri borgara og öryrkja. Við viljum útrýma fátækt og að sjúklingar fái það sem þeir eiga rétt á og að upplýsingaskylda opinbera starfsmanna sé virkt!

Við viljum að allir á Íslandi geti lifað góðu og mannsæmandi lífi, ekki vera dregin í dilka sem heilbrigður eða óheilbrigður, ungur eða eldri. Öll getum við misst getu okkar fyrirvaralaust sem á ekki að gera okkur að minni manneskjum. Að upplifa ekki mannvirðingu og eiga ekki rétt til jafns við aðra er fráleitt. Við eigum öll að hafa sama rétt samkv. Stjórnarskrá Íslands.

Hugsið ykkur hvað við gætum lifað sátt og hamingjusömu lífi á Íslandi ef hreyfihamlaðir og veikir fengju nauðsynleg lyf, hjálpartæki og aðstoð, ef aðgengi að opinberum stofnunum væri ásættanlegt, ef samgöngur tækju tillit til fatlaðra viðskiptavina, ef fólk þyrfti ekki að búa við fátækt fyrir það eitt að vera fatlað eða verða veikur, jafnvel lenda í slysi. Enginn veit hver framtíðin er, fyrr en öll er.

Maríanna Vilbergs Hafsteinsdóttir fer fyrir hópnum Ferðabæklingarnir og er að framkvæma stórt verkefni sem felst í að fara á handafli, í hjólastól frá Kambabrún að Skógarfossi (Ferðabæklingarnir hafa þegar rúllað yfir 80 kílómetra af áætlaðri leið) og 25.ágúst munu þau skríða upp á útsýnispallinn við topp fossins og kveikja á kertum þar, ásamt öllum þeim sem vilja sameinast með í kærleika og heiðra minningu þeirra sem farnir eru vegna mistaka eða skorts á aðstoð í kerfinu. Þetta verkefni hefur lengi legið á Maríönnu og nú er tíminn. Maríanna hefur þurft að ganga (og rúlla) í gegnum margt. Hún er með MS sjúkdóm sem er þess valdandi að hún á í dag erfitt með tal, sjón, jafnvægi og er lömuð fyrir neðan mitti, ásamt fleiru. Hvet alla til að lesa sig til um MS. Maríanna fer þessa ferð til heiðurs frænku sinni Sigríði Ósk sem sýndi og sannaði að þrátt fyrir mikla fötlun hafði hún gríðarlegar gáfur, var stríðin, ástrík, fyndin og sýndi öllum sem kynntust henni hvers megnug hún var í raun. Hún kenndi öllum í kringum sig að gefast aldrei upp og að allir geta eitthvað, ef þau hafa réttu verkfærin og fá einungis tækifæri.

Við viljum vera kölluð einstök, fagna fjölbreytileikanum og dreifa kærleikanum.

Við viljum betrubæta Íslenskt samfélag, auka skilning, stuðning og kærleika til hvors annars. Forðumst fordóma og hjálpumst frekar að.

Við viljum benda á síðuna okkar á Facebook: Krefjumst betri kjara, áfram við, öll sem eitt.

Við viljum þakka hjartanlega fyrir allan stuðninginn sem við höfum fengið og þolinmæðina. Það er ómetanlegt að finna að hlustað sé á sig og við teljum okkur gríðarlega heppinn, en því miður eru ekki allir svona heppnir og margir fatlaðir lifa við einangrun alla daga.

Við erum með reikning sem við munum nota til að fjármagna hjálpartæki fyrir þá sem fengið hafa höfnun frá ríkisstofnuninni, Sjúkratryggingum Íslands, þrátt fyrir þörf, alla forsögu og læknisvottorð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eftirför í miðborginni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Breskir ferðamenn fóru til Íslands: Þetta segja þeir um verðlagið hér á landi

Breskir ferðamenn fóru til Íslands: Þetta segja þeir um verðlagið hér á landi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fast skotið á Loga: „Landsmenn þurfa ekki á þessu að halda“

Fast skotið á Loga: „Landsmenn þurfa ekki á þessu að halda“
Fréttir
Í gær

Anna segir kvöldið sem Guðmundur lést hafa verið hræðilegt: „Reyndum okkar besta en gátum lítið annað gert í vanmætti okkar en að halda í hönd hennar“

Anna segir kvöldið sem Guðmundur lést hafa verið hræðilegt: „Reyndum okkar besta en gátum lítið annað gert í vanmætti okkar en að halda í hönd hennar“
Fréttir
Í gær

Hafnarfjörður með hæstu frístundastyrkina – Sjáðu listann

Hafnarfjörður með hæstu frístundastyrkina – Sjáðu listann
Fréttir
Í gær

Verkfall Eflingar hófst á miðnætti

Verkfall Eflingar hófst á miðnætti
Fyrir 2 dögum

Glæpasaga frá Gloucester-skíri – Dauðadómur innsiglaði örlög þeirra

Glæpasaga frá Gloucester-skíri – Dauðadómur innsiglaði örlög þeirra