Miðvikudagur 20.nóvember 2019
Fréttir

Auglýsingamiðar frá Orkunni okkar á legsteinum í Fossvogskirkjugarði: „Það var búið að koma miðunum vel fyrir

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 21:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orkupakkinn hefur verið mikið milli tannana á fólki hér á landi undanfarið. Mikið hefur verið um greinaskrif og auglýsingar hvort sem það er talað með pakkanum eða á móti. Sá hópur sem hefur kannski vakið hvað mesta athygli þegar kemur að því að mótmæla innleiðingu orkupakkans eru samtökin Orkan okkar.

Erlingur Sigvaldason, 19 ára, var á göngu um Fossvoginn og lá leið hans í gegnum Fossvogskirkjugarð en þar blasti við honum heldur óvenjuleg sjón. Komið hafði verið fyrir auglýsingamiðum frá samtökunum Orkan okkar á leiðum fólks. Á miðanum mátti lesa 10 góðar ástæður til að segja nei við orkupakkanum.

Í samtali við DV sagði Erlingur hafa séð miðana á þremur leiðum í kirkjugarðinum.

„Það var búið að koma miðunum vel fyrir á leiðunum.“

Erlingi fannst þessi dreifing á auglýsingamiðunum ekki vera við hæfi og tók hann því til aðgerða.

„Ég er fargaði bara öllum miðum sem ég fann“

Samkvæmt heimasíðu samtakanna eru þau fyrir þá sem vilja standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt Íslands í orkumálum.

„Samtökin voru stofnuð í október 2018 til þess að vekja athygli á mikilvægi orkuauðlindarinnar fyrir lífskjörin í landinu og kynna rök gegn frekari innleiðingu orkulöggjafar ESB hér á landi.“

Samtökin hafa auglýst málstaðinn sinn mikið að undanförnu og hafa meðal annars birt auglýsingar í blöðum. Einnig hafa þeir hengt upp auglýsingar í strætóskýlum en það er ekki leyfilegt samkvæmt reglum Strætó.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem auglýsingar samtakanna komast í fréttirnar en Geir Finnson gagnrýndi samtökin fyrir stuttu þar sem þau notuðu auglýsing ungmenna sem styðja áframhaldandi aðild Íslands að EES-samningnum. Auglýsingu ungmennana er breytt svo skoðunum þeirra var snúið á hvolf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Íslenskar spillingarsögur: „Ég tilkynnti þjófnaðinn“ – Annar rekinn en hinn var vel tengdur og hélt starfinu

Íslenskar spillingarsögur: „Ég tilkynnti þjófnaðinn“ – Annar rekinn en hinn var vel tengdur og hélt starfinu
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ruddist inn í íbúð hjá ókunnugum

Ruddist inn í íbúð hjá ókunnugum
Fréttir
Í gær

Rúta fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum

Rúta fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum
Fréttir
Í gær

Þorbergur um handtökuna: „Vertu rólegur, vertu rólegur“ – Fær bætur frá lögreglu og íhugar mál gegn Wizz air

Þorbergur um handtökuna: „Vertu rólegur, vertu rólegur“ – Fær bætur frá lögreglu og íhugar mál gegn Wizz air