Miðvikudagur 26.febrúar 2020
Fréttir

Harðar deilur á Reykjanesbraut: Kastaði kaffibollanum í bílinn á rauðu ljósi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. ágúst 2019 08:26

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk býsna óvenjulega tilkynningu á sjötta tímanum í gærkvöldi. Tveir ökumenn sem áttu leið um Reykjanesbraut áttu þar í miklum og hörðum útistöðum á rauðu ljósi.

Forsaga málsins er sú að annar mannanna hafði að mati hins ekið eins og vitleysingur. Hann hefði bæði ekið á strætóakrein og tekið fram úr fimm bifreiðum. Maðurinn furðaði sig á þessu og þegar bifreiðarnar stöðvuðu á rauðu ljósi spurði hann ökumanninn hvað hefði gengið á.

Ökumaðurinn sem ekið hafði ógætilega brást ekki vel við afskiptasemi mannsins og sagði honum meðal annars að hann væri ekki lögreglan. Að svo búnu hefði hann hrækt á bifreið mannsins. Þetta fór ekki vel í eiganda bifreiðarinnar sem kastaði kókflösku inn í bifreiðina. Maðurinn kastaði henni til baka en þá brá eigandi kókflöskunnar á það ráð að kasta kaffibolla í hinn bílinn með þeim afleiðingum að eitthvert tjón varð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Vilt þú verða borgarritari? Sjáðu hverjar hæfniskröfurnar eru

Vilt þú verða borgarritari? Sjáðu hverjar hæfniskröfurnar eru
Fréttir
Í gær

Eymundur hefur fylgt nokkrum til grafar: „Félagsfælni er dauðans alvara og ekkert til að leika sér með“

Eymundur hefur fylgt nokkrum til grafar: „Félagsfælni er dauðans alvara og ekkert til að leika sér með“