Miðvikudagur 19.febrúar 2020
Fréttir

Bíræfinn bringuþjófur hnuplaði 51 pakka af kjúklingabringum í Bónus og Krónunni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. ágúst 2019 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður nokkur, Nerijus Staskus, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hnuplaði talsverðu magni af kjúklingabringum bæði í Bónus og Krónunni yfir nokkurt skeið. Samkvæmt dómi, sem var birtur fyrr í dag, hnuplaði hann í það minnsta 51 pökkum af kjúklingabringum.

Atvikinu voru samkvæmt dómi níu en það fyrsta átti sér stað síðastliðinn nóvember. Föstudaginn 2. nóvember 2018 stolið vörum, samtals að andvirði kr. 32.850,  úr verslun Rúmfatalagersins. Mánuði síðar stal hann vöru að andvirði 23.446 krónum úr verslun Bónus í Skipholti.

Stuttu síðar stal hann tíu stykkjum af lýsi og fjórum pökkum af kjúklingabringum að andvirði 17.418 krónu úr verslun Bónus við Laugavegi. Í mars á þessu ári stal hann fimm pökkum af kjúklingabringum, fjórum  pökkum  af  nauta  ribeye  steikum  og  eplaköku í Krónunni.

Í sama mánuði stal hann svo ellefu pökkum af Ali kjúklingabringum úr Krónunni í Flatahrauni. Síðastliðinn apríl stal hann svo tíu pökkum af Ali kjúklingabringum í Krónunni í Hamraborg. Þriðjudaginn 7. maí 2019 stal Staskus tæplega tíu kílóum af Krónu kjúklingabringum samtals að andvirði um tuttugu þúsund krónum.

Tveimur dögum síðar stal hann ásamt félaga sínum tveimur stykkjum af reyktum laxi, tveimur  stykkjum af gröfnum laxi, sjö pökkum af ungnautafille, fjórum pökkum af ungnauta mínútusteik   og fimm pökkum af kjúklingabringum úr verslun Krónunnar í Grafarholti. Síðar í maí stal hann samtals sextán pökkum af kjúklingabringum, fimm pökkum af nautakjöti og tveimur pökkum af kindafille.

Líkt og fyrr segir var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi en auk þess þarf hann að greiða Krónunni 132.807 krónur í skaðabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eftirför í miðborginni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Breskir ferðamenn fóru til Íslands: Þetta segja þeir um verðlagið hér á landi

Breskir ferðamenn fóru til Íslands: Þetta segja þeir um verðlagið hér á landi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fast skotið á Loga: „Landsmenn þurfa ekki á þessu að halda“

Fast skotið á Loga: „Landsmenn þurfa ekki á þessu að halda“
Fréttir
Í gær

Anna segir kvöldið sem Guðmundur lést hafa verið hræðilegt: „Reyndum okkar besta en gátum lítið annað gert í vanmætti okkar en að halda í hönd hennar“

Anna segir kvöldið sem Guðmundur lést hafa verið hræðilegt: „Reyndum okkar besta en gátum lítið annað gert í vanmætti okkar en að halda í hönd hennar“
Fréttir
Í gær

Hafnarfjörður með hæstu frístundastyrkina – Sjáðu listann

Hafnarfjörður með hæstu frístundastyrkina – Sjáðu listann
Fréttir
Í gær

Verkfall Eflingar hófst á miðnætti

Verkfall Eflingar hófst á miðnætti
Fyrir 2 dögum

Glæpasaga frá Gloucester-skíri – Dauðadómur innsiglaði örlög þeirra

Glæpasaga frá Gloucester-skíri – Dauðadómur innsiglaði örlög þeirra