fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ójöfn laun meðlima Hatara: Hallar verulega á konurnar

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitin Hatari hefur vakið gríðarlega athygli seinustu misseri, þá sérstaklega í kringum þátttöku sína í söngvakeppni erópskra sjónvarpstöðva, en atriði sveitarinnar vakti athygli og olli miklum usla.

Meðlimir Hatara eru fimm, en það eru: Klemens Nikulásson Hannigan, Matthías Tryggvi Haraldsson, Ástrós Guðjónsdóttir, Sólbjört Sigurðardóttir og Einar Hrafn Stefánsson.

Hugmyndafræði Hatara hefur að miklu leyti snúist um andkapítalisma, en athygli vekur hversu ójöfn laun meðlimanna eru, það er að segja Klemens, Matthías og Einar eru með talsvert hærri laun en Ástrós og Sólbjört. Þetta kemur fram í útreikningum Tekjublaðs DV, sem verður gefið út á miðvikudag.

Ástrós Guðjónsdóttir – 100.002 Kr.
Klemens Nikulásson Hannigan – 216.041 Kr.
Matthías Tryggvi Haraldsson Hatari – 268.676 Kr.
Sólbjört Sigurðardóttir – 80.070 Kr.
Einar Hrafn Stefánsson – 543.252 Kr.

Þess má þó geta að ekki er víst að eina tekjulind meðlima Hatara komi frá störfum tengdum hljómsveitinni, sem dæmi er Einar Hrafn Stefánsson einnig meðlimur hljómsveitarinnar Vök sem notið hefur mikilla vinsælda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“