fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Bubbi mætti í kommentakerfið og skólaði til karlrembu: „Ef þú átt mömmu á lífi hringdu í hana og segðu mamma fyrirgefðu“

Fókus
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja tónlistarmaðurinn ástsæli Bubbi Morthens hafi tekið ungan mann í bakaríið í athugasemdakerfi DV. Fréttin fjallaði um framhjáhald Phil Jagielka, stjörnu í ensku úrvalsdeildinni, en honum var hent út af heimili sínu á dögunum.

Undir þá frétt hafði ungur maður skrifað: „Tilhvers að éta soðið slátur heima ef maður getur fengið ungnautafille á flottum veitingastað….“

Bubbi tók þessari athugasemd ekki þegjandi. „Þetta er svo ömurlegt komment og lýsir því hvernig lúðar hlutgera konur. Ef þú átt mömmu á lífi hringdu í hana og segðu mamma fyrirgefðu ég smánaði þig,“ skrifar Bubbi og hlaut hann nærri tvö hundruð læk.

Hinn umdeildi andstæðingur samkynhneigðra, Jón Valur Jensson, svaraði þessari athugasemd. „Æi, Bubbi Morthens , þarftu að vera svona væminn og svona mikill bókstafstrúarmaður á commentin hérna? Heldurðu að Guðni hafi í alvöru meint þetta og um leið verið að „hlutgera allar konur“??!!! En þú stefndir kannski á að fá sæg af lækum fyrir þetta frá femínistum, þær eru komnar núna með sérstakan Facebook-klúbb um að herja á allt sem þeim í sínum últrafemínisma mislíkar!,“ skrifaði Jón Valur en ljóst er að hugmyndir hans hafa minni hljómgrunn, í það minnsta fékk hann ekki mörg læk.

Athugasemd Bubba hefur vakið athygli á Twitter og er honum hrósað þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn á Reykjanesbraut undrandi: Brunaði fram úr löggunni á 150 kílómetra hraða

Lögreglumenn á Reykjanesbraut undrandi: Brunaði fram úr löggunni á 150 kílómetra hraða
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr var fluttur á spítala í síðustu viku: „Þá var ég orðinn alveg ruglaður“ –  Grét eins og barn

Jón Gnarr var fluttur á spítala í síðustu viku: „Þá var ég orðinn alveg ruglaður“ –  Grét eins og barn