Miðvikudagur 20.nóvember 2019
Fréttir

Íslendingur á sjötugsaldri sagður hafa reynt að ræna farþegaþotu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 15. ágúst 2019 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur maður á sjötugsaldri er sagður hafa reynt að ryðjast inn í flugstjórnarklefa á farþegaþotu frá ungverska flugfélaginu Wizz air. Þetta kemur fram á vef TV2 í Noregi. Varðstjóri flugvallarlögreglunnar í Stafangri í Noregi, Kjetil Andersen, segir í samtali við TV2 að lögreglan hafi fengið skilaboð frá áhöfn vélarinnar um að reynt hafi verið að fremja flugrán. Vélinni var nauðlent í Stafangri og maðurinn handtekinn.

Slökkvilið og lögregla voru í viðbragðsstöðu á flugvellinum þegar vélin lenti. Lögreglan skrifaði um málið á Twitter-síðu sína:

„Við höfum tekið höndum karlmann á sextugsaldri. Engan hefur sakað. Við erum að vinna að því að fá á hreint hvað gerðist.“

Flugvélin var á leið frá Ungverjalandi til Íslands en hefur verið kyrrsett í Stafangri í Noregi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Íslenskar spillingarsögur: „Ég tilkynnti þjófnaðinn“ – Annar rekinn en hinn var vel tengdur og hélt starfinu

Íslenskar spillingarsögur: „Ég tilkynnti þjófnaðinn“ – Annar rekinn en hinn var vel tengdur og hélt starfinu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ruddist inn í íbúð hjá ókunnugum

Ruddist inn í íbúð hjá ókunnugum
Fréttir
Í gær

Rúta fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum

Rúta fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum
Fréttir
Í gær

Þorbergur um handtökuna: „Vertu rólegur, vertu rólegur“ – Fær bætur frá lögreglu og íhugar mál gegn Wizz air

Þorbergur um handtökuna: „Vertu rólegur, vertu rólegur“ – Fær bætur frá lögreglu og íhugar mál gegn Wizz air