fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Hættulegur leikur við Glerárstíflu: „Þetta er MJÖG mikið ábyrgðarleysi“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 15. ágúst 2019 13:45

Börn að leik við glerá / Mynd: Andrés Jónsson / Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrési Jónssyni íbúa á Akureyri brá í brún þegar hann keyrði fram hjá Glerárstíflu fyrr í dag og varð vitni að því að leikskólabörn voru við leik hjá stíflunni.

„Ég var að keyra þarna fram hjá og ég sá kennarana lyfta börnunum yfir girðinguna og leyfa þeim að leika sér við stífluna. Ég tók mynd af því og setti á Facebook af því að svona á ekki að sjást. Þetta er ágætlega girt af en mætti auðvitað vera betra. Það er þungur straumur þarna og hafa nokkur börn lent þarna í ánni og týnt lífi,“ segir Andrés í samtali við blaðakonu en sjálfur á hann börn í Glerárskóla og þekkir hann því hætturnar við ána vel.

„Mér finnst þetta stórhættulegur leikur. Ég veit ekki af hvaða leikskóla þau eru en þetta er MJÖG mikið ábyrgðarleysi.“

Blaðakona hafði samband við fræðslusvið Akureyrarbæjar sem hafði fengið fregnir af málinu.

„Þetta er opið svæði og ekki verið að lyfta börnum yfir girðingu inn á lokað svæði,“ segir Árni Bjarnason, starfsmaður fræðslusviðs Akureyrarbæjar, í samtali við DV. Bætir hann við að 21 barn hafi verið á ferð við Glerárstíflu ásamt sex kennurum af leikskólanum Kiðagil. Hann ítrekar að engin hætta hafi verið á ferð og að ferðin hafi haft þann tilgang að kenna börnunum á sitt nærumhverfi.

Færsla Andrésar hefur nú þegar farið í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum og er greinilegt að margir foreldrar eru óánægðir með starfshætti tiltekinna leikskólakennara. Árni staðfestir að margir hafi verið slegnir yfir færslunni og segir að unnið sé í því innan leikskólans að hafa samband við foreldra og útskýra tilgang ferðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir undirskriftalistann gegn Bjarna plebbalegan og óvirðingu við lýðræðið

Segir undirskriftalistann gegn Bjarna plebbalegan og óvirðingu við lýðræðið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á nýjan leik

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á nýjan leik