fbpx
Miðvikudagur 21.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Tekjublað 2019  Sjá allt

Fréttir

Ráðist á mann með sverði í Hafnarfirði í dag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 18:09

Mynd af vettvangi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvenjuleg líkamsárás átti sér stað í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í dag, mitt á milli Reykjanesbrautar og Reykjavíkurvegar, en þá réðst maður á annan mann með sverði. Ökumaður á vettvangi lýsti atvikinu fyrir blaðamanni. Það hægðist mjög á umferð þó að mennirnir væru ekki í akveginum heldur við götuna, líklega vegna forvitni ökumanna. Þegar bílalestin mjakaðist lítið eitt áfram sá heimildarmaður okkar mann með sverð í hendi standa yfir öðrum manni. Í þann mund sem heimildarmaðurinn ætlaði að hringja á lögreglu kom ómerktur lögreglubíll á vettvang og lögreglumenn höfðu hendur í hári mannanna.

Hann segir jafnframt að mennirnir hafi báðir virst í annarlegu ástandi – líklega undir áhrifum fíkniefna.

Ekki virtust alvarlegir áverkar á þeim sem hélt ekki á sverðinu en hann var settur í járn og færður inn í bíl. Síðast þegar heimildarmaður okkar sá til voru lögreglumenn að tala til manninn með sverðið. Sá sem var færður inn í bílinn var með áverka í andliti. Samtals voru fjórir lögreglubílar í hið minnsta og eitt lögregluvélhjól á vettvangi áður en heimildarmaður okkar fór burtu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gat ekki veitt upplýsingar um málið að svo stöddu en vakthafandi varðstjóri og lögreglufulltrúi voru farnir heim af vakt er atvikið átti sér stað.

Fréttin verður uppfærð ef tilefni gefast til þess

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk nýnasistasamtök með grófan áróður á Facebook – Spyrja hvað sé að því að vera nasisti

Íslensk nýnasistasamtök með grófan áróður á Facebook – Spyrja hvað sé að því að vera nasisti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndir úr Gleðigöngunni

Sjáðu myndir úr Gleðigöngunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Konan var ekki að mótmæla og alls ekki gegn Gleðigöngunni

Konan var ekki að mótmæla og alls ekki gegn Gleðigöngunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Margrét reiddist heiftarlega við prestana – „Ég varð svo reið að ég þurfti að halda mér á köflum“

Margrét reiddist heiftarlega við prestana – „Ég varð svo reið að ég þurfti að halda mér á köflum“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Alvarlegur gagnaleki úr Fjölbraut Breiðholti – Viðkvæmar persónuupplýsingar um nemendur sendar á nýnema

Alvarlegur gagnaleki úr Fjölbraut Breiðholti – Viðkvæmar persónuupplýsingar um nemendur sendar á nýnema
Fréttir
Fyrir 4 dögum

5 tilefni til skrúðgöngu á Íslandi

5 tilefni til skrúðgöngu á Íslandi