fbpx
Fimmtudagur 22.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Tekjublað 2019  Sjá allt

Fréttir

Íslenskir tölvuleikjaspilarar sárir vegna auglýsingar Kvikk – „Þetta er án efa versta auglýsing sem íslenskt fyrirtæki hefur borgað fyrir“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auglýsing frá Kvikk on the Go hefur vakið mikla umræðu í Facebook-hópnum „Tölvuleikjasamfélagið“ en þar ræða tölvuleikjaspilarar saman um allt sem við kemur tölvuleikjum.

Auglýsingin sem um ræðir er sögð vera tímaskekkja en í henni er Egill Ploder í hlutverki tölvuleikjaspilara. Tölvuleikjaspilarinn í auglýsingunni er byggður á staðalímynd sem mörgum tölvuleikjaspilurum finnst vera úrelt í dag.

Tölvuleikjaspilarinn í auglýsingunni slettir á ensku, drekkur bara orkudrykki og verður sármóðgaður þegar hann kemst að því að afgreiðslustúlkan spilar bara Candy Crush.

Tölvuleikjaspilarar landsins hafa ekki setið á skoðun sinni þegar kemur að málinu en margir þeirra hafa tjáð sig inni á „Tölvuleikjasamfélaginu“ og undir sjálfri auglýsingunni sem birtist á Facebook-síðu Kvikk.

„Maður getur hlegið að týpunni sem er dregin upp en þegar hún er sett upp í þessu samhengi sem einhvers konar „stand-in“ (svo ég sletti aðeins) fyrir alla tölvuleikjaspilara er það ljótt og sýnir hversu illa úthugsuð þessi auglýsing er. Vonandi deyr hún drottni sínum fljótt og verður til þess að Kvikk endurskoði afstöðu sína.“

„Þetta var álíka fyndið og þegar amma dó“

„Úfff… nú get ég skammast mín fyrir að vinna hjá þessu fyrirtæki“

„Þetta er bara sloppy writing og illa leikið. Þessar enskuslettur hans eru alveg not in the target sko.“

„Sorgleg auglýsing, það fyndna við þetta er að snillingarnir hjá Kvikk borguðu fyrir að upplýsa fólk um fordómana sem þeir hafa gagnvart viðskiptavinum sínum.“

„Þetta er án efa versta auglýsing sem íslenskt fyrirtæki hefur borgað fyrir. Þvílíkt vindhögg!“

Svo finnst öðrum tölvuleikjaspilurum þessi auglýsing bara vera í fínu lagi. 

„Mér finnst þetta bara allt í lagi auglýsing. Ekkert sérstök en ekkert slæm heldur.“

„Mér finnst þessi auglýsing snilld.“

Það er fyrirtækið Basko verslanir ehf. sem rekur verslanirnar Kvikk on the Go. Basko ehf. er móðurfélag Basko verslana ehf og Eldum rétt ehf. Basko verslanir reka líka 10-11, Kvosin, Inspired by Iceland og Bad Boys Burgers and Grill.

Ekki náðist í forsvarsmann markaðsmála hjá Basko ehf. við gerð fréttarinnar. Auglýsinguna umdeildu má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Háþrýstiþvottur líklega ein af smitleiðunum í Efstadal í sumar

Háþrýstiþvottur líklega ein af smitleiðunum í Efstadal í sumar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Harðar deilur á Reykjanesbraut: Kastaði kaffibollanum í bílinn á rauðu ljósi

Harðar deilur á Reykjanesbraut: Kastaði kaffibollanum í bílinn á rauðu ljósi