fbpx
Miðvikudagur 16.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Sandra varð fyrir óhugnanlegri lífsreynslu í París: „Þá kemur hann og brýtur rúðuna“

Auður Ösp
Mánudaginn 12. ágúst 2019 13:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sandra Svavarsdóttir verslunareigandi varð fyrir óhugnanlegri lífsreynslu í París í seinasta mánuði þegar karlmaður gerði tilraun til að ræna hana um hábjartan dag. Fjöldi fólks horfði upp á atvikið án þess að aðhafast nokkuð. Hún brýnir fyrir fólki að fara varlega á ferðalögum erlendis.

„Ég sat í bílnum fyrir framan hótelhliðið og var að bíða eftir að hliðið myndi opnast. Þá kemur hann og brýtur rúðuna,“ segir Sandra í samtali við DV en hún segir þetta allt saman hafa gerst á einu andartaki. Maðurinn reyndi því næst að ná af henni handtöskunni hennar.

Hér má sjá bíl Söndru eftir árásina. Ljósmynd/Úr einkasafni.

„Ég hékk á veskinu og hann togaði og við vorum bara í hálfgerðum slagsmálum. Hann var með andlitið hulið svo ég sá hann ekki,“ segir Sandra jafnframt en henni tókst að berja manninn frá sér og halda töskunni.

Sandra segir þetta hafa átt sér stað um hábjartan dag, fjölmargir hafi verið á ferli og orðið vitni að atvikinu. Enginn hafi þó komið henni til bjargar. „Ég var bara heppin að hann var ekki með hníf.“

Hún telur líklegast að maðurinn hafi verið búinn að fylgjast með henni fyrr um daginn þar sem hún var að versla. Maðurinn var að hennar sögn á „skooter“ hjóli og með svartan hjálm „Þeir spotta mann út. Hann vissi alveg af veskinu mínu og ætlaði sér að ná því.“

Hún segir lögregluna hafa verið fljóta á vettvang og reynst henni afar vel. Atvikið náðist á öryggismyndavélar á svæðinu og tók lögreglan afrit af upptökunni.

Söndru var ennfremur ráðlagt að setja handtöskuna á gólfið fyrir framan bílsætið þannig að minna bæri á henni. Hún segist þakklát fyrir að hafa sloppið heil frá þessari ömurlegu reynslu, en hún fer reglulega til Parísar vegna vinnu sinnar, en hún á og rekur tískuvöruverslunina Möst C.

„Ég er búin að fara þarna í mörg ár og hef aldrei lent í neinu óhappi . Svo kannski verður maður bara eins og heima hjá sér og reiknar ekki með svona uppákomu.“

Ljósmynd/Úr einkasafni.

 

Ljósmynd/Úr einkasafni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Stöðvaður af lögreglu tvisvar sama kvöldið – Reyndi að villa á sér heimildir undir áhrifum fíkniefna

Stöðvaður af lögreglu tvisvar sama kvöldið – Reyndi að villa á sér heimildir undir áhrifum fíkniefna
Fréttir
Í gær

Norsk stúlka fékk líflátshótanir eftir að hún borðaði hestinn sinn – Íslenskir hestamenn borða hrossakjöt með bestu lyst

Norsk stúlka fékk líflátshótanir eftir að hún borðaði hestinn sinn – Íslenskir hestamenn borða hrossakjöt með bestu lyst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilisleysi á Íslandi – Brýn þörf á úrræðum: „Við erum gleymdir hér og óttumst framtíðina“

Heimilisleysi á Íslandi – Brýn þörf á úrræðum: „Við erum gleymdir hér og óttumst framtíðina“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sænsk félagsmálayfirvöld tóku ungabarn af íslenskri konu – Áður dæmd á íslandi fyrir að beita fimm önnur börn sín ofbeldi

Sænsk félagsmálayfirvöld tóku ungabarn af íslenskri konu – Áður dæmd á íslandi fyrir að beita fimm önnur börn sín ofbeldi