fbpx
Miðvikudagur 16.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Háskólabúðin í samkeppni við nemendafélagið: „Okkur fannst þetta vera fáránlega shitty“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 12. ágúst 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvíund, nemendafélag Tölvubrautar Háskólans í Reykjavík, heldur á hverju ári HR-inginn, LAN-mót þar sem nemendur etja kappi og spila tölvuleiki saman.

Þessi vinsæli viðburður fór fram um helgina og líkt og vanalega var Tvíund með opna sjoppu, þar sem þátttakendum í HR-ingnum gefst kostur á að kaupa til dæmis gos og orkudrykki. Þessi sjoppa hefur verið ein helsta tekjulind nemendafélagsins.

Hinsvegar kom babb í bátinn þetta árið þar sem Háskólabúðinn, sem rekin er af Samkaup, ákvað skyndilega að opna fyrr en vanalega og þar að auki vera með sérstök helgartilboð. Frá þessu greinir Eyþór Örn Aanes Hafliðason, sem situr nú í stjórn nemendafélagsins.

„Þetta byrjaði í fyrra þegar búðin opnaði fyrr en vanalega sem var fúlt, en samt allt í lagi þar sem við vorum með allt á lægra verði. Núna hinsvegar voru þeir með opið talsvert lengur, alveg fram til sjö um morguninn aðra nóttina, en búðin hefur aldrei verið opin svo lengi yfir nótt.

Þar að auki skelltu þau á sérstökum helgartilboðum á vörurnar sem við vorum líka að selja, Red Bull, Pepsi Max lime og Doritos.

Við vorum búin að hafa sérstakt samband við háskólabúðina í byrjun sumars að hafa ekki opið þessa helgi,“

Eyþór var afar skúffaður yfir þessu uppátæki háskólabúðarinnar, sérstaklega í ljósi þess að nemendafélagið hafði óskað eftir því að hún yrði lokuð þessa helgi. Honum finnst eins og að búðin hafi farið í beina samkeppni við nemendafélagið.

„Okkur fannst þetta vera fáránlega shitty.“

HR-ingurinn er vinsæll viðburður, en Eyþór telur að um 250 manns hafi látið sjá sig í ár, sem er þó minna en vanalega, en ástæðuna fyrir því telur hann vera tónleika Ed Sheeran.

Eyþór segist hafa talað við starfsmann verslunarinnar sem þótti furðulegt að hafa opið, en það hafi aldrei gerst áður.

Hér má sjá ljósmyndir af umræddum tilboðum í Háskólabúðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Stöðvaður af lögreglu tvisvar sama kvöldið – Reyndi að villa á sér heimildir undir áhrifum fíkniefna

Stöðvaður af lögreglu tvisvar sama kvöldið – Reyndi að villa á sér heimildir undir áhrifum fíkniefna
Fréttir
Í gær

Norsk stúlka fékk líflátshótanir eftir að hún borðaði hestinn sinn – Íslenskir hestamenn borða hrossakjöt með bestu lyst

Norsk stúlka fékk líflátshótanir eftir að hún borðaði hestinn sinn – Íslenskir hestamenn borða hrossakjöt með bestu lyst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilisleysi á Íslandi – Brýn þörf á úrræðum: „Við erum gleymdir hér og óttumst framtíðina“

Heimilisleysi á Íslandi – Brýn þörf á úrræðum: „Við erum gleymdir hér og óttumst framtíðina“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sænsk félagsmálayfirvöld tóku ungabarn af íslenskri konu – Áður dæmd á íslandi fyrir að beita fimm önnur börn sín ofbeldi

Sænsk félagsmálayfirvöld tóku ungabarn af íslenskri konu – Áður dæmd á íslandi fyrir að beita fimm önnur börn sín ofbeldi