fbpx
Sunnudagur 20.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Félag eldri borgara býður fram sátt – Kaupendur þurfa að borga meira en uppsett kaupverð en ekki eins mikið og áður var farið fram á

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 12. ágúst 2019 19:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félag eldri borgara hefur boðið fram sáttatillögu til kaupenda íbúða félagsins við Árskóga 1 til 3 í Reykjavík. Eins og áberandi hefur verið í fréttum undanfarið fór kostnaður við byggingu íbúðanna fram úr áætlun og var kaupendum boðið að velja milli þess að greiða mun hærra verð fyrir íbúðirnar en kaupsamningur hvað á um eða rifta kaupunum. Núna hefur Félag eldri borgara fundið leiðir til að lækka þennan umframkostnað og býður fram sáttatillögu. Fréttatilkynning frá félaginu um málið er eftirfarandi:

„Í dag kynnir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni sáttatillögu sem felur í sér að allir félagsmenn sem eru kaupendur íbúða við Árskóga 1 og 3 í Reykjavík og undirrita, eða hafa undirritað, skilmálabreytingu vegna kaupsamninga fái niðurfelldan hluta af kostnaðarverði íbúða sinna.

Eins og fram hefur komið var vanreiknað kostnaðarverð framkvæmdanna um 401 milljón króna. Í kjölfar viðræðna sem staðið hafa yfir síðustu daga við framkvæmdar- og fjármögnunaraðila verkefnisins, hefur félagið samið um að fá afslátt af kostnaðarverði íbúðanna. Þá leggur félagið einnig sjálft til fjármuni til sáttarinnar en samtals eru það 149 milljónir króna sem dreifast á kaupendur í formi afsláttar.

Þetta þýðir að hver kaupandi greiðir 37% minna en áður hafði verið gerð krafa um. Sem dæmi ná nefna að íbúð þar sem hækkunin nam áður 7,5 milljónum verður kostnaðarhækkunin nú 4,4 milljónir króna. Nefna má annað dæmi um íbúð þar sem hækkunin nam áður 4 milljónum, hún verður nú 2,5 milljónir króna.

Forsenda félagsins hefur alltaf verið að selja íbúðirnar á kostnaðarverði en með sáttatilllögunni er verið að afhenda íbúðir undir raunkostnaðarverði. Íbúðirnar verða nú seldar á 6,9% yfir gamla kaupsamningsverðinu í stað allt að 11% sem áður hafði verið kynnt.

Þeir kaupendur sem sátu í byggingarnefnd eða gegndu trúnaðarstörfum hjá félaginu á byggingartímanum hafa lýst því yfir að þeir afsali sér rétti til afsláttarins. Þeirra hlutur í afslættinum dreifist því til hækkunar á hlut annarra kaupenda sem ganga að þessu sáttaboði og er inni í heildarlækkuninni sem fram kemur hér að framan.

Þá vill stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík skýra frá því að byggingarnefnd félagsins hefur óskað eftir því að stíga til hliðar vegna þess í hvaða farveg málið er komið og til að stuðla að sátt.

Það er von Félags eldri borgara að samstaða náist um framangreinda tillögu hjá öllum kaupendum íbúða að Árskógum 1-3.

Ljóst er að draga verður lærdóm af þeim afdrífaríku mistökum sem gerð voru í tengslum við verðlagningu og samninga vegna íbúðanna. Endurskoða þarf með hvaða hætti staðið er að framkvæmdum sem þessum. Stjórnin hyggst í framhaldinu láta fram rannsókn á því hvernig mistökin áttu sér stað.

Allir sem hafa orðið fyrir áhrifum af mistökunum og búið hafa við óvissu vegna þeirra eru beðnir innilega velvirðingar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi andlit íslenskrar spillingar á Netflix

Sigurður Ingi andlit íslenskrar spillingar á Netflix
Fréttir
Í gær

Alræmdur eltihrellir gengur laus á Akranesi: „Ég tók eftir því að nærfötin mín hurfu hægt og rólega úr nærfataskúffunni“

Alræmdur eltihrellir gengur laus á Akranesi: „Ég tók eftir því að nærfötin mín hurfu hægt og rólega úr nærfataskúffunni“
Fréttir
Í gær

Guðrún segir málið grafalvarlegt – „Eftir sitja ríflega 800 manns sem fá enga endurhæfingu“

Guðrún segir málið grafalvarlegt – „Eftir sitja ríflega 800 manns sem fá enga endurhæfingu“
Fréttir
Í gær

Barnaverndanefnd brást börnum Sigurlaugar: „Samkvæmt þessari konu máttu sem sagt ráðast á börnin þín“

Barnaverndanefnd brást börnum Sigurlaugar: „Samkvæmt þessari konu máttu sem sagt ráðast á börnin þín“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný hagspá ASÍ: Skammvinnt samdráttarskeið fram undan

Ný hagspá ASÍ: Skammvinnt samdráttarskeið fram undan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísland komið á gráan lista um peningaþvætti – Í félagsskap með Mongólíu og Simbabve

Ísland komið á gráan lista um peningaþvætti – Í félagsskap með Mongólíu og Simbabve
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örn Árnason hneykslaður á Maríu Lilju: „En ef hún hefði verið úr Fellunum…væri hún þá annars flokks?“

Örn Árnason hneykslaður á Maríu Lilju: „En ef hún hefði verið úr Fellunum…væri hún þá annars flokks?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pirraður út í lögregluna í Grafarholti – Ætlaði að hefna sín á eftirminnilegan hátt

Pirraður út í lögregluna í Grafarholti – Ætlaði að hefna sín á eftirminnilegan hátt