fbpx
Sunnudagur 12.júlí 2020
Fréttir

Gísli Marteinn rífst um heimafæðingar – „Við hljótum að mega hafa skoðun á þessu þrátt fyrir að vera með typpi“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 11. ágúst 2019 14:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ronja Mogensen eignaðist sína aðra dóttur með Klemens Hannigan, söngvara Hatara, á heimili þeirra í miðbænum þann 24. júní.

Viðtal við Ronju birtist í Fréttablaðinu á Föstudaginn en þar talar Ronja um heimafæðinguna. Hún segir það að fæða og grípa sitt eigið barn á sínum forsendum vera það magnaðasta sem hún hefur gert.

„Þegar þú ert að fæða ertu berskjölduð, bæði líkamlega og andlega, og ert svo ótrúlega opin og hrá að þegar einhverjir koma inn í þitt rými þá hafa þeirra skoðanir og ótti áhrif á þína reynslu og upplifun.“ 

Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum eftir að viðtalið var birt en ekki eru allir á sama máli um ágæti þess. Bæði er heimafæðingin gagnrýnd en einnig er Fréttablaðið gagnrýnt fyrir að birta það. Einhverjir telja að með birtingu viðtalsins sé verið að ala á hræðslu gegn læknisfræðinni líkt og er gert með mótmælum gegn bólusetningu.

Gísli Marteinn Baldursson er einn þeirra sem tjáðu sig um málið. Hann svaraði tísti sem Daníel Rúnarsson skrifaði en Daníel deilir viðtalinu og segir þetta vera sturlaða þvælu.

„Þetta er á sama vitleysu leveli og anti-vaccine liðið. Nánast ábyrgðarleysi fjölmiðilsins að birta þetta án þess að koma smá sanity á framfæri.“

Gísli svarar honum og segist vera hjartanlega ósammála.

„Af því þú þekkir til: Er ‘gamli skólinn’ og ‘ÞAÐ MÁ EKKERT LENGUR’-skólinn á því að ekki megi lengur segja frá heimafæðingu? Þannig að gamli feðraveldisskólinn vill ekki bara ráðskast með meðgöngu, þungunarrof og fæðingu heldur líka hvernig sagt er frá þeim?“

Daníel furðar sig á Gísla þar sem hann svarar bara seinni punktinum sem varðar ábyrgðarleysi fjölmiðilsins.

„Þú hoppar semsagt á „Nánast“ punktinn en ekki þann sem var kynntur til leiks með upphrópunum og gífuryrðum. Ef þú ert síðan hlynntur því að fólk ákveði að fæða heima hjá sér án allrar aðstoðar heilbrigðisstarfsfólks þá hef ég lítið við þig að segja.“

Gísli segist ekki sjá aðra leið en að valið sé hjá foreldrum þegar kemur að fæðingum utan spítala.

„Konur fæða börn heima hjá sér, í bílum eða á bílastæðum, fjölmiðlar segja stundum frá því. Ég sé enga aðra leið en að þetta sé val foreldra. En það er mikilvægt að fræða þá um hættuna sem getur fylgt þessu.“

„Daníel segir það vera stóran mun á svokölluðum neyðarfæðingum fjarri allri aðstoð og að skipuleggja enga aðstoð. Hann segir þetta að sjálfsögðu vera ákvörðun foreldra en honum finnst ekki að það eigi að fjalla um þetta sem fallega leið.“

„Þau ganga svo langt að ljúga að sínum nánustu til að vera í friði. Ákvörðun foreldra? 100%. Eitthvað sem á að blása út sem fallega leið? Galið.“

Hilmir Þór Norðfjörð, viðskiptastjóri hjá KIWI markaðsstofu, stígur inn í samræðurnar og segir að ef fæðing dóttur hans hefði ekki farið fram á spítala þá hefði hún getað endað illa.

„Þegar dóttir mín fæddist og hausinn kom út þá fór naflastrengurinn utan um hálsinn og ljósmóðirin fattaði það og með leifturhraða ýtti hún hausnum inn, losaði og svo kom heilbrigð stúlka. Inngrip sem bjargaði mögulega lífi“

Gísli Marteinn segir það auðvitað vera ótal dæmi um að fagfólk hafi bjargað lífum.

„Þessi stúlka er ekki að tala gegn læknum eða ljósmæðrum. Hún vildi bara öðruvísi fæðingu sjálf og er að rökstyðja þá ákvörðun og lýsa sinni upplifun. Skil ekki af hverju karlar útí bæ eru svona reiðir yfir því.“

Daníel segir við Gísla að karlmenn hljóti að mega hafa skoðun á þessu.

„Æji Gísli. Ekki draga alltaf upp karlfeminsta spjaldið. Þú ert betri en þetta. Við hljótum að mega hafa skoðun á þessu þrátt fyrir að vera með typpi.“

Gísli segir að allir megi hafa skoðun en þrátt fyrir það finnst honum það vera sérstakt þega karlar ætli sér að hafa vit fyrir konum um líkama þeirra.

„Fordæming fullorðina karla á því að ung kona lýsi upplifun sinni á fæðingum er týpísk. Konan er ekki að setja lög um þetta. Bara að lýsa eigin reynslu.“

Magnús Einþór Áskelsson, eða Maggi Tóka eins og hann er kallaður, kemur síðan með skemmtilega hugmynd að niðurstöðu í málið.

„Mætast á miðri leið strákar. Heimafæðing án heilbrigðisþjónustu en með hjálm“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Róbert Marshall: Mér fannst ég vera kominn inn í búbblu þar sem ég væri ekki að gera gagn

Róbert Marshall: Mér fannst ég vera kominn inn í búbblu þar sem ég væri ekki að gera gagn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Geymslutækni fornra íkorna gæti bjargað forðabúrum jarðar

Geymslutækni fornra íkorna gæti bjargað forðabúrum jarðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári sendir frá sér nýja yfirlýsingu og skýrir stöðuna

Kári sendir frá sér nýja yfirlýsingu og skýrir stöðuna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórólfur bregst við gagnrýni frá læknum – „Fjarri öllu lagi“

Þórólfur bregst við gagnrýni frá læknum – „Fjarri öllu lagi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilja að hætt verði að malbika á háannatíma

Vilja að hætt verði að malbika á háannatíma
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Meintur nauðgari með réttargæslumann brotaþola á vitnalista

Meintur nauðgari með réttargæslumann brotaþola á vitnalista