fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Vigfús sekur um manndráp af gáleysi – Þarf að greiða 20 milljónir í bætur – „Þú gerðir þetta, morðinginn þinn“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 9. júlí 2019 17:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigfús Ólafsson hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi og almannahættubrot fyrir að valda eldsvoða sem leiddi til dauða Guðmundar Bárðarsonar og Kristrúnar Sæbjörnsdóttur. Einnig þarf hann að greiða aðstandendum hinna látnu tæpar 20 milljónir í bætur.

Eldur kom upp í íbúðarhúsi á Selfossi síðasta haus. Guðmundur og Kristrún voru stödd á efri hæð hússins og létu bæði lífið.  Vigfús Ólafsson og ónefnd kona voru ákærð fyrir sinn þátt í þeim atburðum sem leiddu til andláts Guðmundar og Kristrúnar. Vigfús fyrir manndráp af gáleysi og almannahættubrot og konan fyrir að hafa látið hjá líða að koma Guðmundi og Kristrúnu til hjálpar.

Í dómi er atburðum lýst með þeim hætti að Vigfús hafi ítrekað lagt eld að bylgjupappa á neðri hæð hússins. Ónefnda konan hafi hellt þá yfirleitt helt bjór yfir og slökkt. Hins vegar þegar konan fór á klósettið urðu eldfimleikar Vigfúsar til þess að það kviknaði í gardínum og varð húsið fljótlega alelda.

Þegar lögreglu bar að heyrðist meðákærða konan öskra á Vigfús: „Þú gerðir þetta, morðinginn þinn“ og þá hafi hún hrækt á hann. Vigfús sagði þá sjálfur að hann væri með mannslíf á samviskunni og spurði lögreglu hvort Guðmundur og Kristrún væru lifandi, hvort hann væri morðingi.

Vigfús lýsti því fyrir dómi að þegar eldurinn hafi komist í gardínurnar hafi hann magnast hratt og varð ekki ráðið við hann. Vigfús hefði orðið stjarfur og gleymt að aðrir væru í húsinu.

Konan kom þá niður og öskraði á Vigfús að fara og bjarga Guðmundi og Kristrúnu, en það var þá of seint.

Fyrir dómi var rakið að Vigfús ætti sögu um sjálfskaðandi hegðun. Því var talið líklegt að hann hafi ekki ætlað að vinna neinum öðrum en sjálfum sér mein þetta örlagaríka kvöld. Engu að síður var talið að Vigfús hefði átt að gera sér grein fyrir þeirri hættu sem hann skapaði með íkveikjunni og væri hann því sekur um manndráp af gáleysi.

Konan hafði beðið Vigfús að bjarga Guðmundi og Kristrúnu og ljóst var að eldurinn hafi breiðst út hratt og af miklum ofsa. Því var ekki talið að hún hefði látið  hjá líða að koma þeim til bjargar og hún var sýknuð.

Aðstandendur þeirra látu fóru fram á bætur vegna missis framfæranda og miska. Dómari féllst á þær kröfur og var Vigfúsi gert að greiða tæpar 20 milljónir til aðstandendanna.

Hér má lesa dóminn í heild sinni

Ákærður fyrir íkveikju og manndráp á Selfossi – Á yfir höfði sér allt að 18 ára fangelsi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Í gær

Ísraelar hefndu sín í nótt: Hvað gera Íranir núna?

Ísraelar hefndu sín í nótt: Hvað gera Íranir núna?
Fréttir
Í gær

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel
Fréttir
Í gær

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt