fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Sara fullyrðir að frægir menn á Íslandi fái kynferðislega greiða hjá óþroskuðum stelpum: „Fokking predatorar“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. júlí 2019 13:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Mansour, blaðamaður á Stundinni í hjáverkum, fullyrðir á Twitter að frægir menn á Íslandi misnoti aðstöðu sína og fái kynferðislega greiða hjá óstálpuðum stúlkum.

Sara, sem hefur verið verðlaunuð af Junior Chamber International á Íslandi fyrir framlag sitt til barna, heimsfriðar og mannréttindamála, útskýrir þetta ekki nánar en tíst hennar hefur vakið talsverða athygli.

„Þetta tweet er til allra frægra stráka á Íslandi sem misnota valdastöðu sína til að fá kynferðislega greiða frá miklu yngri og óþroskaðri stelpum. Ég skil ekki hvers vegna þetta vandamál er hunsað en ég sé ykkur, fokking predatorar,“ skrifar Sara.

Tístið hefur nú þegar fengið ríflega 300 læk á Twitter, sem telst nokkuð mikið, og hafa þekktir femínistar, svo sem Hildur Lilliendahl og Elísabet Ýr Atladóttir endurbirt það.

Ummæli Söru á samfélagsmiðlum hafa áður vakið athygli en í fyrra gagnrýndi hún harðlega þá Íslendinga sem horfðu á HM í fótbolta karla í Rússlandi. Hún sagði enn fremur í fyrra að hún hafi sniðgengið Eurovision til margra ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala