fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

E.Coli rakið til vinsæls ferðamannastaðar – Sum barnanna með alvarlega sýkingu

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 9. júlí 2019 14:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á heimasíðu Landlæknisembættisins er greint frá því að níu af þeim tíu börnum sem greinst hafa með sýkingu af völdum E.Coli-bakteríu hafi smitast í Efstadal 2, en það er ferðaþjónustubær í Bláskógabyggð.

Fjögur af þessum tíu börnum hafa greinst með al­var­lega sýkingu, en þau greindust öll fyrir helgi, þau eru nú öll á batavegi. Hin börnin eru ekki talin vera með alvarlega sýkingu, þau eru þó undir stöðugu eftirliti hjá Barnaspítala Hringsins. Matvælastofnun greinir frá því að börnin sem greindust með sýkinguna um og eftir helgi séu á aldursbilinu eins til tólf ára.

Ekki er vitað hvernig smitið hefur borist til barnana, en það hefur líka fundist í hægðasýni frá kálfum á þessum sama stað.

Bæði Landlæknisembættið og Matvælaastofnun taka fram að ekki sé talið að smit hafi átt sér stað með vatni í Bláskógabyggð og ekkert bendir til að smitið eigi uppruna sinn annars staðar í sveitinni.

Landlæknir hvetur þá ein­staklinga sem heim­sóttu Efstadal 2 á síðast­liðnum tveimur vikum og fengu niður­gang innan 10 daga frá heim­sókninni til að leita til læknis. Þó er tekið fram að ein­kenna­lausir ein­staklingar sem hafa heim­sótt Efsta­dal 2 þurfi ekki að leita læknis né heldur ein­staklingar sem fengið hafa niður­gang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Í gær

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“