fbpx
Mánudagur 14.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Silfur Egils

Klofið Pólland

Fréttir

Bjarki Ágústsson tannlæknir missir starfsleyfi í Hollandi: Sagður vera ógn við öryggi sjúklinga

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 9. júlí 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Bjarki Ágústsson er ógn við öryggi sjúklinga og hann ætti ekki heldur að starfa á Íslandi,“ segir hollenskur tannlæknir sem vill ekki láta nafn síns getið í íslenskum fjölmiðlum en hefur sent DV afrit af úrskurði sem agadómur fyrir heilbrigðisstarfsfólk kvað upp í Hollandi yfir íslenska tannlækninum Bjarka Ágústssyni. Þar er úrskurðað að Bjarki geti ekki framar starfað sem heilbrigðisstarfsmaður í Hollandi og nafn hans skuli verða afmáð úr svokallaði BIG skrá sem inniheldur nöfn sérfræðinga í heilbrigðisþjónustu í landinu.

Úrskurðurinn var kveðinn upp þann 14. júní á grundvelli kvörtunar sem barst dómstólnum þann 5. febrúar. Kvörtunin er vandlega unnin skýrsla sérfræðinga um athæfi sem Bjarki framdi um mitt sumar 2017. Þá lokaði hann fyrirvaralaust stórri tannlæknastofu sem hann rak í Hollandi og ekkert spurðist til hans eftir það. Um tvö þúsund sjúklingar voru viðskiptavinir stofunnar og margir voru í yfirstandandi meðferð þegar brotthvarfið átti sér stað. Þessi ákvörðun Bjarka er talin hafa stafað af fjárhagsvandræðum.

Bjarki rak síðan tannlæknastofu í Póllandi um skeið en árið 2018 starfaði hann tíu mánuði á tannlæknastofu Heimis Hallgrímssonar, tannlæknis og fyrrverandi þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í Vestmannaeyjum. Hann starfar þar ekki lengur. Bjarki hefur dvalist í Vestmannaeyjum í sumar en býr ekki á landinu. Síðustu fréttir herma að hann sé búsettur í Póllandi.

Í janúar á þessu ári var hús Bjarka í Hollandi selt á uppbði, endurnýjað að innan og selt aftur.

Heimildarmaður DV tók að sér árið 2017 milligöngu milli sjúklinga Bjarka sem vildu kvarta undan viðskilnaðinum og hollenskra fjölmiðla sem fjölluðu um mál hans. Hann hefur hvatt DV til að senda gögnin um mál Bjarka til íslenskra heilbrigðisyfirvalda til að koma í veg fyrir að hann geti starfað sem tannlæknir á Íslandi. DV hefur ekki forsendur til að meta hvort eðlilegt sé að Bjarki starfi sem tannlæknir utan Hollands.

Sjá einnig:

Íslenski tannlæknirinn sem hvarf í Hollandi vann hjá Heimi Hallgrímssyni í fyrra

Nýjar upplýsingar um íslenska tannlækninn

Bjarki gufaði upp

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

9 hlutir til að hafa í huga á leigumarkaðinum

9 hlutir til að hafa í huga á leigumarkaðinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

12 ára drengur í fjóra tíma á sjúkrahúsi eftir andstyggilegan hrekk í Þorlákshöfn

12 ára drengur í fjóra tíma á sjúkrahúsi eftir andstyggilegan hrekk í Þorlákshöfn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlegt umferðarslys á Snæfellsnesi – Fimm alvarlega slösuð

Alvarlegt umferðarslys á Snæfellsnesi – Fimm alvarlega slösuð