fbpx
Laugardagur 20.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Svona lítur Gunnar Rúnar út á Tinder – Geðlæknir taldi hann haldinn amor insanus: „Ég er að leita að skemmtilegri stelpu fyrir skyndikynni“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. júlí 2019 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og greint var frá um helgina þá virðist sem Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem myrti Hannes Þór Helgason með hrottalegum hætti árið 2010, sé búinn að stofna aðgang á stefnumótaforritinu Tinder. Skjáskotum af þessu er deilt innan Facebook-hópsins Stöndum saman – Stefnumótaforrit. Myndirnar má sjá hér fyrir neðan. Gunnar Rúnar lýsir sér svo á forritinu: „Ég hef gaman af Anime og tölvuleikjum, en um helgar fer ég í fjallgöngu eða aðra útivist. Ég er að leita að skemmtilegri stelpur fyrir skyndikynni.“

Sjá einnig: Dæmdur morðingi – Gunnar Rúnar – er á Tinder: Gengur líklega laus en hefur ekki lokið afplánun

Ekki er alveg ljóst hvort Gunnar Rúnar hafi lokið afplánun eða sé laus undir eftirliti þar sem Fangelsismálastofnun tjáir sig ekki um einstök mál. Það vekur sérstaklega athygli að Gunnar Rúnar sé á Tinder þar sem mál hans var stimplað sem ástríðuglæpur af þeirri ástæðu að Gunnar Rúnar bar þráhyggju til æskuvinkonu sinnar, sem jafnframt var unnusta Hannesar.

Gunnar var í héraðsdómi metinn ósakhæfur, á grundvelli vitnisburða þriggja geðlækna. Hann var í kjölfarið vistaður á Sogni. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur meðal annars fram að Gunnar Rúnar sé hættulegur og að hann hefði sjálfur lýst ofbeldisfullum hugsunum gagnvart fanga, á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi. Því eigi hann að sæta strangri öryggisgæslu auk meðferðar, á grundvelli réttaröryggis. Það vakti athygli þegar geðlæknir greindi hann með ástaræði eða „amor insanus“.

Hæstiréttur sneri hins vegar við dómi héraðsdóms í október 2011 og mat svo að Gunnar væri sakhæfur. Hann var í kjölfarið dæmdur til sextán ára fangelsisvistar. Fram kemur í dómi Hæstaréttar að samkvæmt mati geðlæknis á réttar- og öryggisdeildinni að Sogni beri ekki á neinum ranghugmyndum, ofskynjunum, hugsanatruflunum eða brenglaðri raunveruleikaskynjun hjá Gunnari, og ekki heldur ástsýki. Hann beri hins vegar sterk merki persónuleikaröskunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

True stelur senunni
Fréttir
Í gær

Hallgrímur vill veita öllum hælisleitendum dvalarleyfi strax í dag – „Er til nokkuð betra svar við fasismanum sem nú rís?“

Hallgrímur vill veita öllum hælisleitendum dvalarleyfi strax í dag – „Er til nokkuð betra svar við fasismanum sem nú rís?“
Fréttir
Í gær

Heiða taldi sig hafa nappað barnaníðing við Drekavog – Ekki var allt sem sýndist

Heiða taldi sig hafa nappað barnaníðing við Drekavog – Ekki var allt sem sýndist
Fréttir
Í gær

Úr boltanum í Biskupsstofu

Úr boltanum í Biskupsstofu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hringbraut stendur við frétt sína um gjafamiða á Secret Solstice og birtir upptöku – Hvers vegna þurfti borgarstjóri þrjá miða?

Hringbraut stendur við frétt sína um gjafamiða á Secret Solstice og birtir upptöku – Hvers vegna þurfti borgarstjóri þrjá miða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælendur sögðu Stöð 2 hafa pantað mótmælin: „Báðu okkur um að trufla aftur svo þau geti tekið það upp“ – Misskilningur segir fréttastjóri

Mótmælendur sögðu Stöð 2 hafa pantað mótmælin: „Báðu okkur um að trufla aftur svo þau geti tekið það upp“ – Misskilningur segir fréttastjóri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni Sigfússon minnist bróður síns: „Reiðarslag því ekkert benti til svo skjótra endaloka“

Árni Sigfússon minnist bróður síns: „Reiðarslag því ekkert benti til svo skjótra endaloka“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilja láta stórskulduga sitja sektir af sér – Sáralítið innheimtist af hæstu sektunum

Vilja láta stórskulduga sitja sektir af sér – Sáralítið innheimtist af hæstu sektunum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu