fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Nichole sakar Landspítalann um rasisma – „Hún gaf aldrei leyfi til að nota hennar andlit“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 8. júlí 2019 13:40

Nichole Leigh Mosty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nichole Leigh Mosty, stjórnarmeðlimur og verkefnisstjóri hjá Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, vill að Landspítalinn svari fyrir starfauglýsingar sínar. Þetta segir þingmaðurinn fyrrverandi í Facebook-færslu.

Nichole segir nýjar auglýsingar Landspítalans „Ýta undir neikvæðar staðalímyndir varðandi konur af erlendum uppruna.“

Í þessum auglýsingum sem Nichole ræðir um er annars vegar óskað eftir Hjúkrunarfræðingi og hins vegar starfsmanni í eldhús, en Nicole bendir sérstaklega á myndirnar sem fylgja auglýsingunum, sem hún telur afar neikvæðar.

„Hvítar íslenskar konur brosandi óskast á kvenlækingadeild 21A og kona dökk á hörund með hárnet í eldhús,“

Nichole bendir einnig á að konan sem sést á mynd í starfsauglýsingunni hafi ekki gefið leyfi fyrir myndbirtingunni.

„Hún gaf aldrei leyfi til að nota hennar andlit í auglýsinguna. Við óskum eftir því fyrir hennar hönd að þessi mynd verði tekin niður og önnur hlutlaus mynd af starfinu verði sett í staðinn.“

„En fremur teljum við það óþarfa fyrir LSH að ýta undir staðalímyndir af konum af erlendum uppruna í láglaunuðum störfum og Íslendinga í fagstarfinu þegar við vitum að LSH er með faglærðan hjúkrunarfræðing af erlendum uppruna í starfinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Í gær

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri