fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Ásmundur í ruglinu

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 7. júlí 2019 10:15

Ásmundur Einar Daðason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttablaðið sagði frá því í vikunni að ráðuneyti og stofnanir sem undir þau heyra keyptu auglýsingar og kostaðar dreifingar á samfélagsmiðlum fyrir tæplega tuttugu milljónir á árunum 2015 til 2018. Félagsmálaráðherrann Ásmundur Einar Daðason vísaði því á bug að auglýsingakaup væri liður í stefnu yfirvalda að styrkja íslenska fjölmiðlun. Það er hins vegar ekki heil brú í því svari því í gegnum tíðina hefur styrkur frá ríkinu til fjölmiðla falist óbeint í birtingu á ýmiss konar auglýsingum og tilkynningum. Nú er hins vegar leitast meira og meira við það að styrkja erlend stórfyrirtæki, í stað þess að halda peningunum innan íslenskra fjölmiðla. Í raun hefur auglýsingapeningur til samfélagsmiðlarisanna margfaldast 2015 til 2018 og á því væntanlega aðeins eftir að hækka. Alveg sama hve góð ríkisstjórnin telur sig vera við fjölmiðla með umdeildu fjölmiðlafrumvarpi, þá virðist alvarleg hugsanavilla standa á bak við þá gervigóðmennsku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala